Upp­gjörið: Ís­land - Aserbaísjan 5-0 | Al­gjör ein­stefna í seinni hálf­leik

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson var sjóðheitur í kvöld og var hársbreidd frá því að skora þrennu
Ísak Bergmann Jóhannesson var sjóðheitur í kvöld og var hársbreidd frá því að skora þrennu Vísir/Anton Brink

Íslenska karlalandsliðið lagði Aserbaísjan 5-0 í stórleik í kvöld í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Eftir rólega byrjun umturnaðist leikurinn í seinni hálfleik sem endaði með sannkallaðri markaveislu.

Leikurinn fór afar hægt af stað og átti Ísland í basli með að koma sér í hættulegar stöður. Á lokamínútu fyrri hálfleiks braut Guðlaugur Victor Pálsson ísinn með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu og kom Íslandi yfir, 1-0.

Strax í upphafi seinni hálfleiks tvöfaldaði Ísak Bergmann Jóhannesson forystu Íslands með laglegum flugskalla. Ísland var með öll völd á vellinum og fjörið rétt að byrja.

Ísak Bergmann bætti við sínu öðru marki og þar með þriðja marki Íslands skömmu síðar. Albert Guðmundsson sem hafði verið líflegur í leiknum bætti við fjórða marki Íslands ellefu mínútum síðar.

Varamaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði beint úr aukaspyrnu á 73. mínútu. Mörk Íslands urðu ekki fleiri og tryggði Ísland sér mikilvæg 3 stig í undankeppninni.

Atvik leiksins

Fyrsta mark Íslands sem Guðlaugur Victor Pálsson skoraði rétt fyrir hálfleik. Liðið var með mikla yfirburði í hálfleiknum en fram að markinu hafði Ísland ekki skapað sér nein alvöru marktækifæri. Liðið fór því inn í hálfleikinn fullt af sjálfstrausti og tilbúnir að kveikja á markavélinni í þeim seinni.

Stjörnur og skúrkar

Albert Guðmundsson var virkilega góður í kvöld á miðjunni. Mark og stoðsending hjá honum.

Ísak Bergmann Jóhannesson öflugur með tvö mörk og hefði hæglega getað bætt við þriðja en markvörður Aserbaíjsan varði stórkostlega.

Stemning og umgjörð

Mikið sungið og trallað á Laugardalsvelli í kvöld. Fín umgjörð og mikil stemning. Ísak nefndi það sérstaklega í viðtali eftir leik að leikmenn liðsins hefðu fundið fyrir stuðningi tólfta mannsins í kvöld.

Dómarar

Dómarateymið kom frá Hollandi að þessu sinni. Sander van der Eijk var á flautunni og stóð sig með prýði. Rens Bluemink og Stefan De Groot voru honum til aðstoðar. VAR dómararnir voru Jeroen Manschot og Clay Ruperti. Fjórði dómarinn var Marc Nagtegaal. Þvílíkt teymi!

Viðtöl

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira