„Og Rakel er á lausu!“ Magnús Jochum Pálsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 2. september 2025 09:27 Það er svo gaman að hlaupa. Vísir/Lýður Valberg Árlegt freyðivínshlaup í Elliðarárdalnum fór fram í gærkvöldi en þar klæðast keppendur sumarkjólum og dreypa á víni á milli þess sem þeir hlaupa fimm kílómetra leið. Oddur Ævar Gunnarsson, fréttamaður Sýnar, kíkti í Elliðaárdalinn og ræddi við tvo skipuleggjendur hlaupsins. Það er ekki vatn að sjá hérna, við viljum ekki sjá það, hér er einungis freyðivín og dúndrandi stemming. En segið mér stelpur, hvað er að gerast hérna? „Það er sumarkjóla- og freyðivínshlaupið í geggjuðu veðri,“ sagði Rakel Jóhannsdóttir, annar skipuleggjanda hlaupsins. Það er enginn hérna að láta rigninguna á sig fá? „Alls ekki, þetta er bara betra,“ segir Birna Jónsdóttir. „Upphaflega nafnið átti að vera Bubbles and boobies þannig að núna er þetta bara blautbolakeppni,“ sagði Rakel. Skipuleggjendurnir og nágrannarnir Rakel Jóhannsdóttir og Birna Jónsdóttir voru í stíl og í stuði.Vísir/Lýður Valberg Hér eru einungis karlmenn að skenkja, hvernig kom þetta til? „Við erum nágrannakonur og okkur vantaði eitthvað skemmtilegt í hverfið okkar, ákváðum að smala saman konum og þetta varð miklu stærra en við áttum von á,“ sagði Birna. Það var margt um manninn í freyðivínshlaupinuVísir/Lýður Valberg Hvers vegna freyðivín og sumarkjólar? „Bara gott kombó,“ sagði Rakel. „Og alltaf gott veður í Árbænum líka. Það er bara þannig,“ bætti Birna við. Það var mikil stemming hjá stelpunum.Vísir/Lýður Valberg Þetta er fimm kílómetra leið en mér heyrist konurnar ekki mikið vera að spá í þessu hlaupi. „Þetta er aðeins of langt sko,“ sagði Rakel. „Nei, þetta er ekkert of langt. Þetta er eiginlega skrúðganga fyrir suma og svo eru aðrir að keppa. Hún kom hjólandi sko,“ sagði Birna. Nína Dögg og Rakel Garðars með hressum og kátum stelpum.Vísir/Lýður Valberg Sjö hressar og sumarlegar.Vísir/Lýður Valberg Hvernig var að hlaupa þessa leið? „Þetta var ekkert mál,“ sagði Birna. Og hvað ætlið þið að vera hérna lengi? „Bara smá stund í viðbót,“ sagði Rakel. „Og svo ætlum við að fara niður í Elliðaárstöð og enda í mathöll Höfða. Og Rakel er á lausu!“ bætti Birna við. Hlaup Reykjavík Áfengi Grín og gaman Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Diane Keaton er látin Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Oddur Ævar Gunnarsson, fréttamaður Sýnar, kíkti í Elliðaárdalinn og ræddi við tvo skipuleggjendur hlaupsins. Það er ekki vatn að sjá hérna, við viljum ekki sjá það, hér er einungis freyðivín og dúndrandi stemming. En segið mér stelpur, hvað er að gerast hérna? „Það er sumarkjóla- og freyðivínshlaupið í geggjuðu veðri,“ sagði Rakel Jóhannsdóttir, annar skipuleggjanda hlaupsins. Það er enginn hérna að láta rigninguna á sig fá? „Alls ekki, þetta er bara betra,“ segir Birna Jónsdóttir. „Upphaflega nafnið átti að vera Bubbles and boobies þannig að núna er þetta bara blautbolakeppni,“ sagði Rakel. Skipuleggjendurnir og nágrannarnir Rakel Jóhannsdóttir og Birna Jónsdóttir voru í stíl og í stuði.Vísir/Lýður Valberg Hér eru einungis karlmenn að skenkja, hvernig kom þetta til? „Við erum nágrannakonur og okkur vantaði eitthvað skemmtilegt í hverfið okkar, ákváðum að smala saman konum og þetta varð miklu stærra en við áttum von á,“ sagði Birna. Það var margt um manninn í freyðivínshlaupinuVísir/Lýður Valberg Hvers vegna freyðivín og sumarkjólar? „Bara gott kombó,“ sagði Rakel. „Og alltaf gott veður í Árbænum líka. Það er bara þannig,“ bætti Birna við. Það var mikil stemming hjá stelpunum.Vísir/Lýður Valberg Þetta er fimm kílómetra leið en mér heyrist konurnar ekki mikið vera að spá í þessu hlaupi. „Þetta er aðeins of langt sko,“ sagði Rakel. „Nei, þetta er ekkert of langt. Þetta er eiginlega skrúðganga fyrir suma og svo eru aðrir að keppa. Hún kom hjólandi sko,“ sagði Birna. Nína Dögg og Rakel Garðars með hressum og kátum stelpum.Vísir/Lýður Valberg Sjö hressar og sumarlegar.Vísir/Lýður Valberg Hvernig var að hlaupa þessa leið? „Þetta var ekkert mál,“ sagði Birna. Og hvað ætlið þið að vera hérna lengi? „Bara smá stund í viðbót,“ sagði Rakel. „Og svo ætlum við að fara niður í Elliðaárstöð og enda í mathöll Höfða. Og Rakel er á lausu!“ bætti Birna við.
Hlaup Reykjavík Áfengi Grín og gaman Mest lesið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Diane Keaton er látin Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira