Biðjast ekki afsökunar Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 21:23 Svandís Svavarsdóttir tók við sem formaður Vinstri grænna í fyrrahaust, nokkrum mánuðum eftir að Katrín Jakobsdóttir hafði vikið sér úr ríkisstjórninni til að sækjast eftir forsetaembættinu. Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Vinstri græn héldu flokksráðsfund í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Tæplega hundrað manns mættu á fundinn í dag en flokkurinn missti verulegt fylgi síðustu ár á meðan hann sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Ríkisstjórnin var samkvæmt könnunum óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga síðustu vikurnar áður en Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit endanlega samstarfinu. Engin stjórnarflokkanna kom vel út úr stjórnarsamstarfinu, VG allra verst. Flokkurinn mældist síðast með 4,2 prósenta fylgi og hefur vissulega bætt við sig frá síðustu kosningum þegar hann fékk undir 2,5 prósent atkvæða. Hann kæmist samt ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Á fundinum í dag lögðu nokkrir flokksmenn fram ályktun sem fól í sér að flokksráðið „bæðist afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar“. Vísir hefur ályktunina undir höndum en hún var felld. Eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið á kjósendum VG voru breytingar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, og síðar Bjarna Benediktssonar, hrundu í gegn á útlendingalögum, einkum á lögum um flóttamenn. Einn varaþingmaður sagði sig úr flokknum árið 2023 eftir að frumvarp Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Ályktun sem VG felldi á flokksráðsfundi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs biðst afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar. Harmar flokksráð jafnframt að ekki hafi náðst meiri árangur gegn orðræðunni um svokölluð „útlendingavandamál“. Hún hefur skapað frjóan jarðveg fyrir hægri öfgastefnu og vaxandi andúð í garð fólks á flótta. Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar. Flokksráð hvetur hreyfinguna til að sækja í eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið traust rödd fyrir þennan hóp. Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Gísli Garðarsson, Bjarni Þóroddsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir lögðu fram ályktunina. Ekki liggur fyrir með hversu mörgum atkvæðum ályktunin var felld en þar sagði enn fremur að orðræða um „útlendingavandamál“ hafi skapað frjóan jarðveg fyrir „öfgastefnur“ og „vaxandi andúð í garð fólks á flótta“. Enn fremur þyrfti VG að axla ábyrgð á sínum þætti í því. „Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar.“ Hefði tillagan verið samþykkt hefði flokksráð hvatt hreyfinguna til að líta til eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið „traust rödd“ fyrir þann hóp. „Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum,“ segir þar að lokum. Vert er að nefna að þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem skipa núverandi ríkisstjórn ásamt Flokki fólksins, kusu gegn breytingunum á sínum tíma en formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að margar af þeim breytingum sem núverandi ríkisstjórn boðar séu úr smiðju fyrri ríkisstjórnar. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem herti meðal annars á fjölskyldusameiningum í samræmi við lög á Norðurlöndunum, var einnig samþykkt sumarið 2024, þegar VG-liða höfðu látið sjálfstæðismönnum forsætisráðuneytið í té þegar Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til forseta í maí 2024 en tapaði á endanum. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu útgáfu af ályktuninni sem var felld. Vinstri græn Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Vinstri græn héldu flokksráðsfund í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Tæplega hundrað manns mættu á fundinn í dag en flokkurinn missti verulegt fylgi síðustu ár á meðan hann sat í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Ríkisstjórnin var samkvæmt könnunum óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga síðustu vikurnar áður en Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit endanlega samstarfinu. Engin stjórnarflokkanna kom vel út úr stjórnarsamstarfinu, VG allra verst. Flokkurinn mældist síðast með 4,2 prósenta fylgi og hefur vissulega bætt við sig frá síðustu kosningum þegar hann fékk undir 2,5 prósent atkvæða. Hann kæmist samt ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Á fundinum í dag lögðu nokkrir flokksmenn fram ályktun sem fól í sér að flokksráðið „bæðist afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar“. Vísir hefur ályktunina undir höndum en hún var felld. Eitt af því sem fór mest fyrir brjóstið á kjósendum VG voru breytingar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, og síðar Bjarna Benediktssonar, hrundu í gegn á útlendingalögum, einkum á lögum um flóttamenn. Einn varaþingmaður sagði sig úr flokknum árið 2023 eftir að frumvarp Jóns Gunnarssonar, þáverandi dómsmálaráðherra. Ályktun sem VG felldi á flokksráðsfundi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs biðst afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar. Harmar flokksráð jafnframt að ekki hafi náðst meiri árangur gegn orðræðunni um svokölluð „útlendingavandamál“. Hún hefur skapað frjóan jarðveg fyrir hægri öfgastefnu og vaxandi andúð í garð fólks á flótta. Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar. Flokksráð hvetur hreyfinguna til að sækja í eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið traust rödd fyrir þennan hóp. Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Gísli Garðarsson, Bjarni Þóroddsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir lögðu fram ályktunina. Ekki liggur fyrir með hversu mörgum atkvæðum ályktunin var felld en þar sagði enn fremur að orðræða um „útlendingavandamál“ hafi skapað frjóan jarðveg fyrir „öfgastefnur“ og „vaxandi andúð í garð fólks á flótta“. Enn fremur þyrfti VG að axla ábyrgð á sínum þætti í því. „Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar.“ Hefði tillagan verið samþykkt hefði flokksráð hvatt hreyfinguna til að líta til eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið „traust rödd“ fyrir þann hóp. „Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum,“ segir þar að lokum. Vert er að nefna að þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem skipa núverandi ríkisstjórn ásamt Flokki fólksins, kusu gegn breytingunum á sínum tíma en formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt að margar af þeim breytingum sem núverandi ríkisstjórn boðar séu úr smiðju fyrri ríkisstjórnar. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem herti meðal annars á fjölskyldusameiningum í samræmi við lög á Norðurlöndunum, var einnig samþykkt sumarið 2024, þegar VG-liða höfðu látið sjálfstæðismönnum forsætisráðuneytið í té þegar Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til forseta í maí 2024 en tapaði á endanum. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu útgáfu af ályktuninni sem var felld.
Ályktun sem VG felldi á flokksráðsfundi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs biðst afsökunar á þátttöku hreyfingarinnar í breytingum á lögum um útlendinga í tíð síðustu ríkisstjórnar. Harmar flokksráð jafnframt að ekki hafi náðst meiri árangur gegn orðræðunni um svokölluð „útlendingavandamál“. Hún hefur skapað frjóan jarðveg fyrir hægri öfgastefnu og vaxandi andúð í garð fólks á flótta. Útlendingavandamál eru ekki til staðar í öðru en hvernig við tökum á móti fólki sem hingað kemur. Þar þurfum við sem samfélag að líta í eigin barm og vill flokksráð að Vinstrihreyfingin - grænt framboð axli sinn hluta þeirrar ábyrgðar. Flokksráð hvetur hreyfinguna til að sækja í eigin stefnu í málaflokknum svo hún geti aftur orðið traust rödd fyrir þennan hóp. Þörfin á því er mikil, enda ljóst að sitjandi ríkisstjórn ætlar síður en svo að ganga mýkra fram en sú síðasta gagnvart honum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Gísli Garðarsson, Bjarni Þóroddsson, Alma Mjöll Ólafsdóttir lögðu fram ályktunina.
Vinstri græn Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira