Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:00 Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun