Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 19:18 Inga Sæland er húsnæðismálaráðherra. Vísir/Anton Brink Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga. Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga.
Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira