Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. ágúst 2025 19:36 Erik Ahlström, faðir plokksins, og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. vísir/bjarni Maðurinn á bak við plokk hreyfinguna er kominn hingað til lands til að hvetja Íslendinga til að taka upp rusl á göngu og hlaupum. Hann skellti sér í kajaksiglingu með umhverfisráðherra í tilefni þessa og minnti á að þeir plokka sem róa. Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa. Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Að plokka rusl er eflaust iðja sem að fjölmargir Íslendingar hafa tekið þátt í og enn fleiri þekkja til enda sérstakur dagur tileinkaður því á ári hverju. Nú er faðir plokksins mættur til landsins og er strax byrjaður að bera út boðskapinn og plokka í ofvæni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Erik Ahlström, föður plokksins, kenna umhverfisráðherra og fréttamanni að plokka. Kærastan fann upp á nafninu Erik Ahlström er maðurinn á bak við plokkið eða ploggið eins og það er kallað fyrir utan landsteinanna. Hann segir það hafa byrjað sem lítið verkefni árið 2016 í skíðabæ í Svíþjóð en er nú iðkað í 90 löndum. „En svo flutti ég til Stokkhólms og ég sá að það var svo mikið rusl út um allt. Kærastan mín fann upp á nafninu. Það eru tvö orð sett saman. Á sænsku er það plogga og svo var það jogging (skokk) og það varð plogging (plokk). Það er miklu skemmtilegra að hlaupa á meðan og þá virðist maður vera klikkaður þegar maður hleypur um og tínir upp rusl.“ Hann nefndi fimm ástæður fyrir því að plokka og ítrekaði að það gæti gert mörgum mjög gott. Hann er með sérstakt nafn fyrir þessar fimm jákvæðu afleiðingar. „Ég kalla það plokkfimmu, fimm ástæður fyrir mikilvæginu. Í fyrsta lagi hreyfum við okkur ekki nóg. Við erum fædd til að hreyfa okkur en við eyðum svo miklum tíma við sjónvarpið og aðrar græjur.“ Hefur plokkað um tvö tonn á sjö árum Er mikilvægt að plokka? „Já þetta er líka bara góð útivist og gaman. Bara eitt af því sem einstaklingurinn getur gert en svo er það stjórnvalda að búa til gott umhverfi,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Örlygur Sigurjónsson hefur plokkað um árabil og nýtur þess samhliða því að vera í kajak sínum sem er hans helsta áhugamál. Hefur plokkið haft mikil áhrif á þitt líf? „Þetta felur í sér auðmýkt fyrir umhverfinu í fyrsta lagi og síðan ákveðið þakklæti til umhverfisins fyrir að hafa fóstrað mitt helsta áhugamál sem er kajakróður. Með þessu er maður að sýna umhverfinu örlítið þakklæti.“ Hefurðu einhverja hugmynd hvað þetta hefur safnast saman í mikið hjá þér? „Ætli þetta sé ekki komið hátt í tvö tonn sem ég hef tekið síðan árið 2018.“ Faðir plokksins krafðist svo að taka fréttamann í stutta plokk kennslu sem má sjá í spilaranum hér að ofan en hann segir það mikilvægast að brosa.
Umhverfismál Reykjavík Loftslagsmál Hafið Svíþjóð Sorphirða Íslandsvinir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira