Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2025 10:21 María Sjöfn Árnadóttir lagði ríkið í morgun. Sýn Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Dómar voru kveðnir upp í málunum tveimur í Strassborg í morgun en málin voru tvö níu mála sem jafnmargar konur höfðuðu á hendur ríkinu árið 2021. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í mars árið 2021 þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Konurnar sem kærðu mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn og niðurfellingarnar staðfestar af Ríkissaksóknara. Fékk taugaáfall eftir að málið fyrndist Ríkisútvarpið greinir frá því að konan sem bar sigur úr býtum í morgun heiti María Sjöfn Árnadóttir, en hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið árið 2021 að hún hefði fengið alvarlegt taugaáfall í kjölfar þess að mál hennar var fellt niður. Í dóminum segir að hún hafi kært fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi lagt fram kæru 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Ekki brotið á hinni Hitt málið varðar mál konu sem kærði fyrrverandi sambýlismann sinn árið 2017 fyrir ítrekað heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi á árunum 2011 til 2014. Mál hennar var endanlega fellt niður árið 2019 á vegna þess að ekki var talið líklegt að maðurinn yrði sakfelldur. Sönnunargögn og framburður konunnar væri ekki næg eða líkleg til að leiða til sönnunar þess að maðurinn hefði brotið gegn henni, gegn eindreginni neitun hans. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú, að virtum gögnum málsins, að rannsókn lögreglu hefði verið fullnægjandi og því hefði ríkið hvorki brotið gegn rétti konunnar til friðhelgis einkalífs né mismunað gegn henni á grundvelli kyns. Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Frakkland Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Dómar voru kveðnir upp í málunum tveimur í Strassborg í morgun en málin voru tvö níu mála sem jafnmargar konur höfðuðu á hendur ríkinu árið 2021. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í mars árið 2021 þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Konurnar sem kærðu mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn og niðurfellingarnar staðfestar af Ríkissaksóknara. Fékk taugaáfall eftir að málið fyrndist Ríkisútvarpið greinir frá því að konan sem bar sigur úr býtum í morgun heiti María Sjöfn Árnadóttir, en hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið árið 2021 að hún hefði fengið alvarlegt taugaáfall í kjölfar þess að mál hennar var fellt niður. Í dóminum segir að hún hafi kært fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi lagt fram kæru 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Ekki brotið á hinni Hitt málið varðar mál konu sem kærði fyrrverandi sambýlismann sinn árið 2017 fyrir ítrekað heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi á árunum 2011 til 2014. Mál hennar var endanlega fellt niður árið 2019 á vegna þess að ekki var talið líklegt að maðurinn yrði sakfelldur. Sönnunargögn og framburður konunnar væri ekki næg eða líkleg til að leiða til sönnunar þess að maðurinn hefði brotið gegn henni, gegn eindreginni neitun hans. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var sú, að virtum gögnum málsins, að rannsókn lögreglu hefði verið fullnægjandi og því hefði ríkið hvorki brotið gegn rétti konunnar til friðhelgis einkalífs né mismunað gegn henni á grundvelli kyns.
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Frakkland Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent