Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2025 21:05 Friedrich Merz Þýskalandskanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata. EPA Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega. Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega.
Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49