Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Lovísa Arnardóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 23. ágúst 2025 14:41 Húsnæðið sem hraðbankinn var í skemmdist verulega við þjófnaðinn enda var gröfu ekið á það. Vísir/Anton Brink Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fjallað var um það í gær að kona á fertugsaldri og karlmaður á fimmtugsaldri væru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var staðsetningarbúnaður í hraðbankanum. Þjófarnir notuðu gröfu og komu aftan að bankanum með slíkum látum að búnaðurinn skemmdist. Hann hefur því ekki nýst lögreglu við leita að bankanum sem enn er ófundinn. Hjördís vildi í samtali við fréttastofu ekki staðfesta að fleiri hefðu verið handteknir eða að staðsetningarbúnaður sem var í hraðbankanum hefði skemmst þegar honum var stolið. Hjördís segist ekki hafa neinar upplýsingar um að málið tengist öðrum málum sem séu til rannsóknar eða hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Lögregla leitaði til almennings Lögregla kallaði í vikunni eftir aðstoð frá almenningi í leit sinni að myndefni í Mosfellsbæ og við Hafravatn þaðan sem gröfunni var stolið. Er horft til tímabilsins 3:30 til 6:00 aðfaranótt þriðjudags. Hún segir lögregluna hafa fengið töluvert af myndefni frá almenningi og það sé gríðarlegt magn myndefnis í skoðun hjá lögreglunni. Hjördís hvetur almenning til að hafa samband við lögregluna hafi það einhverjar upplýsingar um málið. „Við erum þakklát fyrir alla aðstoð sem við fáum, stórt sem smátt.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Mosfellsbær Tengdar fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29 Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23
Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð. 22. ágúst 2025 11:29
Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. 21. ágúst 2025 19:17