Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 19:17 Búið er að negla plötur fyrir gatið á byggingunni þar sem hraðbankanum var rænt, með hjálp stolinnar gröfu, aðfaranótt þriðjudags í Mosfellsbæ. Vísir/Elín Margrét Mosfellsbær hefur afhent lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæjarins í tengslum við rannsókn á hraðbankaráni í bænum fyrr í vikunni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi en héraðsdómur hafnaði í morgun beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem hún hefur grunaðan í málinu. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var handtekinn á þriðjudaginn vegna gruns um að hafa átt þátt í málinu en héraðsdómur hafnaði kröfunni í morgun. Lögregla hefur kært úrskurðinn til Landsréttar og er þess vænst að afstaða Landsréttar muni liggja fyrir síðdegis á morgun. Sjá einnig: Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sami maður er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra, en ólíkt hraðbankaráninu í Mosfellsbæ hefur maðurinn játað hlutdeild í Hamraborgarmálinu. Lögregla vinnur meðal annars að því að nálgast myndefni úr öryggismyndavélum sem varpað geti ljósi á málið. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hefur sveitarfélagið afhent lögreglu myndefni úr öryggismyndavélum sveitarfélagsins í tengslum við rannsókn málsins. „Mosfellsbær nýtir rafræna vöktun í stofnunum þar sem það er talið nauðsynlegt á grundvelli öryggis eða eignavörslu. Í gildi eru verklagsreglur um rafræna vöktun sem byggja á persónuverndarlögum og reglum Persónuverndar. Reglurnar kveða á um hvaða aðilar hafi aðgang að rafrænni vöktun og skoðun á efni sem eru forstöðumenn stofnana eða nánar tilgreindir starfsmenn sem eru þá jafnframt bundnir trúnaði um efnið og það sem þar kemur fram,” segir í svari bæjarins við fyrirspurn fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglu frá því fyrr í dag segir að rannsóknin sé á frumstigi og því sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig hafa ekki fengist svör frá lögreglu um það hvort hraðbankinn eða peningarnir sem í honum voru hafi fundist eða hvort fleiri hafi verið handteknir. Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var handtekinn á þriðjudaginn vegna gruns um að hafa átt þátt í málinu en héraðsdómur hafnaði kröfunni í morgun. Lögregla hefur kært úrskurðinn til Landsréttar og er þess vænst að afstaða Landsréttar muni liggja fyrir síðdegis á morgun. Sjá einnig: Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sami maður er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra, en ólíkt hraðbankaráninu í Mosfellsbæ hefur maðurinn játað hlutdeild í Hamraborgarmálinu. Lögregla vinnur meðal annars að því að nálgast myndefni úr öryggismyndavélum sem varpað geti ljósi á málið. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ hefur sveitarfélagið afhent lögreglu myndefni úr öryggismyndavélum sveitarfélagsins í tengslum við rannsókn málsins. „Mosfellsbær nýtir rafræna vöktun í stofnunum þar sem það er talið nauðsynlegt á grundvelli öryggis eða eignavörslu. Í gildi eru verklagsreglur um rafræna vöktun sem byggja á persónuverndarlögum og reglum Persónuverndar. Reglurnar kveða á um hvaða aðilar hafi aðgang að rafrænni vöktun og skoðun á efni sem eru forstöðumenn stofnana eða nánar tilgreindir starfsmenn sem eru þá jafnframt bundnir trúnaði um efnið og það sem þar kemur fram,” segir í svari bæjarins við fyrirspurn fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglu frá því fyrr í dag segir að rannsóknin sé á frumstigi og því sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Þannig hafa ekki fengist svör frá lögreglu um það hvort hraðbankinn eða peningarnir sem í honum voru hafi fundist eða hvort fleiri hafi verið handteknir.
Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira