Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. ágúst 2025 10:32 Hér má sjá vettvang hraðbankaþjófnaðarins. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33
Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25