Innlent

Aukið að­hald í ríkis­fjár­málum og lífs­bar­átta hvals

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi haustsins en hefur verið hjá fyrri ríkisstjórnum. Sjálfstæðismenn gagnrýna ríkisstjórnina vegna hækkandi verðbólguvæntinga. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins í beinni útsendingu í kvöldfréttum.

Utanríkisráðherra Rússlands segir ekki koma til greina að Evrópa taki ákvarðanir um öryggistryggingar fyrir Úkraínu án aðkomu Rússa. Hann segir Evrópu vilja nota Úkraínu sem tól til að halda aftur af Rússum.

Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár og verður flugeldasýningunni flýtt. Ákvörðunin var tekin til að bregðast við auknu ofbeldi í samfélaginu, en hin sautján ára gamla Bryndís Klara lést í kjölfar árásar á Menningarnótt í fyrra. 

Við fáum að sjá magnað myndefni, sem tekið var á Eskifirði í gær, af hrefnu ráðast á síldartorfu, og við verðum í beinni útsendingu frá konukvöldi í Árbæ, þar sem markmiðið er að konur eignist nýjar vinkonur. 

Í sportpakkanum heyrum við í frændunum Geir Guðmundssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni, sem hafa báðir lagt handboltaskóna á hilluna. Í Íslandi í dag heimsækjum við hljómsveitina Of monsters and men, sem gefur út sína fyrstu plötu eftir nokkurra ára þögn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×