Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 14:14 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í byrjun maí staðið að innflutningi á samtals 1.380 millilítrum af kókaínbasa, með styrkleika um og yfir fimmtíu prósent. Einn þeirra hafi fengið hina tvo til þess að flytja efnin hingað til lands gegn greiðslu og þeir hafi gert það sem farþegar í flugi frá Alicante á Spáni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur. Játuðu og bentu á höfuðpaurinn Við þingfestingu hafi allir þrír játað brot sín greiðlega og samþykkt upptökukröfur ákæruvaldsins, sem hafi náð yfir allan kókaínbasann og þrjá farsíma. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að hvorki hafi nokkuð bent til þess að efnin hafi verið í eigu mannanna tveggja sem fluttu þau til landsins né að þeir hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Þá hafi þeir upplýst um aðild þriðja mannsins að málinu. Fleiri milljónir í sakarkostnað Sem áður segir var sá dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar en hinir tveir tíu mánaða. Þá voru þeir dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag. Þar segir að mennirnir hafi verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í byrjun maí staðið að innflutningi á samtals 1.380 millilítrum af kókaínbasa, með styrkleika um og yfir fimmtíu prósent. Einn þeirra hafi fengið hina tvo til þess að flytja efnin hingað til lands gegn greiðslu og þeir hafi gert það sem farþegar í flugi frá Alicante á Spáni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur. Játuðu og bentu á höfuðpaurinn Við þingfestingu hafi allir þrír játað brot sín greiðlega og samþykkt upptökukröfur ákæruvaldsins, sem hafi náð yfir allan kókaínbasann og þrjá farsíma. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að hvorki hafi nokkuð bent til þess að efnin hafi verið í eigu mannanna tveggja sem fluttu þau til landsins né að þeir hefðu komið að skipulagningu innflutningsins. Þá hafi þeir upplýst um aðild þriðja mannsins að málinu. Fleiri milljónir í sakarkostnað Sem áður segir var sá dæmdur til þrettán mánaða fangelsisvistar en hinir tveir tíu mánaða. Þá voru þeir dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar, 6,5 milljóna króna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir öðru burðardýrinu kom fram að það hefði sagst hafa fallist á að flytja efnin til landsins fyrir greiðslu upp á ríflega átta hundruð þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira