Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2025 13:45 Samsett mynd James Webb-geimsjónaukans af Úranusi, hringjum hans og innri tunglum. S/2025 U1 sést rétt utan við meginhringina. NASA, ESA, CSA, STScI, M. El Moutamid (SWRI), M. Hedman (Univers Áður óþekkt tungl fannst á braut um reikistjörnuna Úranus með James Webb-geimsjónaukanum, öflugasta sjónauka í heimi. Tunglið er eitt nokkurra smárra fylginhatta sem ganga um reikistjörnuna fyrir innan braut stærstu tunglanna. Áætlað er að S/2025 U1, eins og tunglið er kallað til bráðabirgða, sé aðeins um tíu kílómetrar að þvermáli, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Því kom hvorki Voyager 2, eina geimfarið sem hefur flogið fram hjá Úranusi, né sjónaukar á eða við jörðina auga á það áður. Sporbraut tunglsins er aðeins utan við ysta hring Úranusar og á milli brauta smátunglanna Ófelíu og Bíöncu. Það er eitt fjórtán smærri tungla innan við braut stóru tunglanna Míröndu, Aríel, Úmbríel, Títaníu og Óberons. Alls eru 29 tungl nú þekkt við þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins. Það er í höndum Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU) að samþykkja nafn á tunglið. Öll tungl Úranusar eru nefnd í höfuðið á persónum úr verkum ensku skáldanna Williams Shakespeare og Alexanders Pope. Úranus er þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins. Líkt og hinir gasrisarnir þrír skartar hann hringjakerfi þótt það sé ekki eins tilkomumikið og Satúrnusar. Mynd Voyager 2-geimfarsins af Úranusi frá framhjáflugi þess árið 1986. Enginn annar fulltrúi mannkynsins hefur heimsótt þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins.JPL Reikistjarnan er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún snýst á „hliðinni“ miðað við brautarflöt sinn. Líklegasta skýringin á hallanum hefur verið talin árekstur við aðra plánetu í myndun í árdaga sólkerfisins. Einnig hafa verið leiddar líkur að því að þyngdaráhrif stórs tungls sem sé síðan horfið á braut gætu hafa velt Úranusi á hliðina. Úranus Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Vísindi Tengdar fréttir Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27. mars 2025 14:15 Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Áætlað er að S/2025 U1, eins og tunglið er kallað til bráðabirgða, sé aðeins um tíu kílómetrar að þvermáli, að því er segir í grein á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Því kom hvorki Voyager 2, eina geimfarið sem hefur flogið fram hjá Úranusi, né sjónaukar á eða við jörðina auga á það áður. Sporbraut tunglsins er aðeins utan við ysta hring Úranusar og á milli brauta smátunglanna Ófelíu og Bíöncu. Það er eitt fjórtán smærri tungla innan við braut stóru tunglanna Míröndu, Aríel, Úmbríel, Títaníu og Óberons. Alls eru 29 tungl nú þekkt við þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins. Það er í höndum Alþjóðasambands stjörnufræðinga (IAU) að samþykkja nafn á tunglið. Öll tungl Úranusar eru nefnd í höfuðið á persónum úr verkum ensku skáldanna Williams Shakespeare og Alexanders Pope. Úranus er þriðja stærsta reikistjarna sólkerfisins. Líkt og hinir gasrisarnir þrír skartar hann hringjakerfi þótt það sé ekki eins tilkomumikið og Satúrnusar. Mynd Voyager 2-geimfarsins af Úranusi frá framhjáflugi þess árið 1986. Enginn annar fulltrúi mannkynsins hefur heimsótt þessa næstystu reikistjörnu sólkerfisins.JPL Reikistjarnan er óvenjuleg fyrir þær sakir að hún snýst á „hliðinni“ miðað við brautarflöt sinn. Líklegasta skýringin á hallanum hefur verið talin árekstur við aðra plánetu í myndun í árdaga sólkerfisins. Einnig hafa verið leiddar líkur að því að þyngdaráhrif stórs tungls sem sé síðan horfið á braut gætu hafa velt Úranusi á hliðina.
Úranus Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Vísindi Tengdar fréttir Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27. mars 2025 14:15 Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða. 27. mars 2025 14:15
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32