„Það er hetja á Múlaborg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 20:45 Ingimar Elíasson er foreldri á leikskólanum Múlaborg. Hann er sleginn vegna kynferðisafbrotamáls sem kom upp þar. Hann biðlar til fjölmiðla og borgarinnar að vanda upplýsingagjöf í málinu. Vísir Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum. Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira
Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum.
Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Sjá meira