Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. ágúst 2025 19:38 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Sýn Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn barni á leikskólanum var leiðbeinandi og hafði unnið á Múlaborg í tæplega tvö ár. Í dag hafa staðið yfir upplýsingafundir með foreldrum barna á leikskólanum. Fundina sátu fulltrúar borgarinnar, lögreglu og barnaverndaryfirvalda auk foreldra barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum eða hafa flutt. Til stóð að halda fundina á morgun en þeim var flýtt að beiðni foreldra. Þungt hljóð í foreldrum Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs, segir fundina hafa gengið vel. Fimm fundir fóru fram í skrifstofum Reykjavíkurborgar í Borgartúni og voru þeir vel sóttir. Hann segist skynja mikla reiði og sorg meðal foreldra. „Staðan er bara þannig að hljóðið er mjög þungt í foreldrum og þeir hafa miklar áhyggjur af þessum málum, starfsfólk leikskólans var þarna og bar sig vel og ætlar að taka á móti börnum á morgun og tryggi að þau njóti þjónustu leikskólans. Við erum ánægð að heyra það og stöndum þétt við bakið á því starfsfólki og munum senda auka mannskap í leikskólann,“ segir hann. Starfsfólk eigi mikið hrós skilið Steinn segir að á fundinum hafi farið vel yfir það hvaða bjargir standa foreldrum og starfsfólki leikskólans. „Við munum fyrst og fremst hlúa að þessum hópum til að tryggja það að börnin geti farið inn á leikskólann og finni til öryggis og foreldrunum líði vel að senda börnin sín í leikskólann,“ segir hann. Steinn segir starfsfólk Múlaborgar eiga mikið hrós skilið. Starsfólk frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur verið starfsfólki leikskólans innan handar undanfarna daga. Til skoðunar er hvort fleiri fundir verði haldnir í september í samráði við foreldraráð leikskólans Múlaborgar. Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Leikskólar Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Í dag hafa staðið yfir upplýsingafundir með foreldrum barna á leikskólanum. Fundina sátu fulltrúar borgarinnar, lögreglu og barnaverndaryfirvalda auk foreldra barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum eða hafa flutt. Til stóð að halda fundina á morgun en þeim var flýtt að beiðni foreldra. Þungt hljóð í foreldrum Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs, segir fundina hafa gengið vel. Fimm fundir fóru fram í skrifstofum Reykjavíkurborgar í Borgartúni og voru þeir vel sóttir. Hann segist skynja mikla reiði og sorg meðal foreldra. „Staðan er bara þannig að hljóðið er mjög þungt í foreldrum og þeir hafa miklar áhyggjur af þessum málum, starfsfólk leikskólans var þarna og bar sig vel og ætlar að taka á móti börnum á morgun og tryggi að þau njóti þjónustu leikskólans. Við erum ánægð að heyra það og stöndum þétt við bakið á því starfsfólki og munum senda auka mannskap í leikskólann,“ segir hann. Starfsfólk eigi mikið hrós skilið Steinn segir að á fundinum hafi farið vel yfir það hvaða bjargir standa foreldrum og starfsfólki leikskólans. „Við munum fyrst og fremst hlúa að þessum hópum til að tryggja það að börnin geti farið inn á leikskólann og finni til öryggis og foreldrunum líði vel að senda börnin sín í leikskólann,“ segir hann. Steinn segir starfsfólk Múlaborgar eiga mikið hrós skilið. Starsfólk frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar hefur verið starfsfólki leikskólans innan handar undanfarna daga. Til skoðunar er hvort fleiri fundir verði haldnir í september í samráði við foreldraráð leikskólans Múlaborgar.
Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Leikskólar Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira