Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 19:30 Hér má sjá grjótvarnargarðinn við Miðfjarðará. Aðsend/Magnús Magnússon Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“ Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“
Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira