Innlent

Ís­lendingur lést vegna hitaslags

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maðurinn var í bænum Novelda á Spáni.
Maðurinn var í bænum Novelda á Spáni. Getty

Íslendingur á fimmtugsaldri sem var lagður inn á sjúkrahúss vegna hitaslags fyrr í vikunni er látinn.

Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Greint var frá því fyrr í vikunni að íslenskur karlmaður hefði fundist um eittleyti að nóttu til aðfaranótt þriðjudags í bænum Novelda. Hann mun þá hafa verið með 42 stiga hita. Viðbragðsaðilar hafi flutt hann á sjúkrahús.

Mikil hitabylgja hefur verið í suður Evrópu undanfarna daga, sérstaklega á Spáni. Fjölmiðillinn La Vanguardia hefur eftir lögreglu að andlátið sé talið tengjast hitabylgjunni.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×