Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 19:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að tilkynnt sé um aukaverkun þurfi það ekki að þýða að hún sé tengd inntöku lyfja. Margt geti spilað inn í. Vísir/Sigurjón Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum. Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum.
Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira