Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Atli Ísleifsson, Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2025 12:46 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira