Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Atli Ísleifsson, Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2025 12:46 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira