Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 21:32 Mariika og Óskar hafa verið á Íslandi í sumar en haldna nú aftur heim til Úkraínu. Vísir/Bjarni Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. Óskar og Mariika leggja af stað heim til Kænugarðs á morgun eftir nokkra vikna dvöl á Íslandi en eru tilbúin að snúa aftur heim. „Ég er að fara heim. Ég er ekki búinn að upplifa heima á Íslandi í þónokkuð langan tíma, búinn að búa í Úkraínu og ég hlakka eiginlega bara til. Ég er að fara að vinna aftur sem er mjög mikilvægt að geta gert það. Þannig ég hlakka bara til, maður er búinn að fá hvíldina,“ segir Óskar. Að sofa heilar nætur nokkrar vikur í röð er ákveðin tilbreyting þegar hversdagsleikinn heimafyrir í Úkraínu felur í sér nær látlausar loftárásir á borgina, með tilheyrandi sprengjuhávaða og glymjandi loftvarnakerfi. Þær eru ófáar næturnar sem þau hafa sofið inni á baðherbergi þá daga sem umfang loftárása Rússa er hvað mest. „Það var gott að ná upp smá svefni, því svefninn var orðinn mjög slæmur síðustu mánuði. Það er gott að koma til Íslands á sumrin líka því það er svo heitt í Kíev. En ég sakna vina minna svo ég er spennt, en líka dálítið kvíðin,“ segir Mariika. Tímann hér á landi hefur Mariika jafnframt nýtt til að taka á móti viðskiptavinum í húðflúr líkt og hún gerir reglulega þegar hún kemur til landsins. „Ég hef komið síðan 2021 og er með fasta viðskiptavini, vini mína og ég er mjög glöð að hafa þennan stað,“ segir Mariika sem er þá með aðstöðu á húðflúrstofunni Street Rats Tattoo. Viðhorfið að breytast á meðan vinir eru að deyja Óskar segir að Íslendingar séu farnir að skilja hvernig stríðið hefur áhrif á heimshagkerfið en þau segjast skynja breytingar á skilningi- og viðhorfi fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Mariika Lobyntseva hefur þurft að kveðja vin sem féll í stríðinu.Vísir/Bjarni „Ég finn fyrir breytingu til hins verra, því bardagarnir halda bara áfram. Það er eins og fólk gleymi þessu bara. Það er sorglegt því vinir mínir við víglínuna, einn vina minna féll nýlega. Hann var starfsbróðir minn. Ég var viðstödd jarðarförina hans. Vinir mínir sem eru hönnuðir, listamenn og tónlistamenn eru við víglínuna af frjálsum vilja,” segir Mariika. „Fólk úr mínu listræna umhverfi völdu að verja landið okkar. Það eru þrjú ár komin af allsherjarinnrás og ég veit það ekki, þetta er ekki fólki ekki eins ofarlega í huga og það var í byrjun. Kannski finnst fólki þetta ekki áhugavert lengur.“ Áróður að verða árangursríkari Óskar tekur undir þetta og bætir við að áróður felist einnig í því að reyna að beina athygli fólks annað svo það tapi áhuganum. „Það er svakalega sorglegt, sérstaklega þegar fólk er að tapa vinum, fólk er að missa útlimi. Við erum einmitt að fara að heimsækja einn vin okkar sem að missti hönd og fót við það að bjarga fólki úr hættu. Ekki hermann heldur breskan strák sem kom til Úkraínu til þess að bjarga mannslífum. Og það versta er að þessar sögur ná ekkert mikið hingað úr landinu, og ef þær gera það þá er það einhvern veginn bara partur af erlenda fréttaefninu. Það er erfiðara og erfiðara að tengja við tilfinningar fólks,“ segir Óskar. Óskar Hallgrímsson hefur búið í sex ár í Úkraínu þaðan sem hann hefur flutt fréttir af stríðinu.Vísir/Bjarni Hann óttast jafnframt að fólk sé orðið móttækilegra fyrir upplýsingaóreiðu, falsfréttum og rússneskum áróðri. „Íslendingar taka ekki eftir því, átta sig ekki á því að það er verið að fæða það með vitleysu,“ segir Óskar. „Vandamálið við disinformation, falsfréttir eða hvað sem þú kallar það, ef þú getur borið kennsl á það að þá var honum líklega ekki beint að þér. Það er vandamálið við það, það er það gott. Þetta er það fólkið, marglaga stríð og þar af leiðandi er flókið og marglaga áróðursefni sem Rússar eru að pumpa út, bæði með og á móti,“ segir Óskar. Erfitt að hafa trú á Trump og Pútín Þegar þau eru spurð hvort þau hafi einhverja trú á að Trump og Pútín geti sín á milli stuðlað að friði er svarið einfalt: Nei, trúin er lítil. Sjá einnig: Neitar að hitta Pútín án Selenskís „Nei. En Trump hefur vald í höndunum. Hann hefur það en hann notar það ekki. Samtalið, ég veit það ekki. Ég er engin völuspá, ég get ekki séð fyrir hvað Trump ætlar sér, hvað kemur út úr hans, eins og enginn annar. Ég held að það sé allt sem ég get sagt um það,“ segir Óskar. „Nei,“ svarar Mariika og kemst ekki hjá því að hlæja. „Ég er ekki á þeim stað að hafa væntingar til þessara samtala. Það eru fundir, það eru spjöll, en í hreinskilni, þegar ég sé árangur þá já kannski. En nei, sá tími er löngu liðinn.“ Listin iðar af lífi Bæði lifa þau og hrærast í listinni og hafa gert undanfarin ár. Þau segja fagnaðarefni, að þrátt fyrir allt, þá blómstri menningarlífið í Úkraínu. Þau hafi lítið sem ekkert orðið vör við að vegið hafi verið að listrænu frelsi. „Það gæti verið að það sé reynt en það hefur þá ekki borið árangur,“ segir Óskar. „Skapandi geirinn er mjög skapandi. Ég hef ekki tíma til að mæta á allar sýningarnar sem ég vildi því það er svo mikið. Það veitir manni mikinn innblástur því eftir margar svefnlausar nætur í röð þá heldur fólk áfram að skapa. Fólk opnar sýningar og býr til glæsilega list svo ég þarf að finna styrkinn líka innra með mér,“ segir Mariika. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Óskar og Mariika leggja af stað heim til Kænugarðs á morgun eftir nokkra vikna dvöl á Íslandi en eru tilbúin að snúa aftur heim. „Ég er að fara heim. Ég er ekki búinn að upplifa heima á Íslandi í þónokkuð langan tíma, búinn að búa í Úkraínu og ég hlakka eiginlega bara til. Ég er að fara að vinna aftur sem er mjög mikilvægt að geta gert það. Þannig ég hlakka bara til, maður er búinn að fá hvíldina,“ segir Óskar. Að sofa heilar nætur nokkrar vikur í röð er ákveðin tilbreyting þegar hversdagsleikinn heimafyrir í Úkraínu felur í sér nær látlausar loftárásir á borgina, með tilheyrandi sprengjuhávaða og glymjandi loftvarnakerfi. Þær eru ófáar næturnar sem þau hafa sofið inni á baðherbergi þá daga sem umfang loftárása Rússa er hvað mest. „Það var gott að ná upp smá svefni, því svefninn var orðinn mjög slæmur síðustu mánuði. Það er gott að koma til Íslands á sumrin líka því það er svo heitt í Kíev. En ég sakna vina minna svo ég er spennt, en líka dálítið kvíðin,“ segir Mariika. Tímann hér á landi hefur Mariika jafnframt nýtt til að taka á móti viðskiptavinum í húðflúr líkt og hún gerir reglulega þegar hún kemur til landsins. „Ég hef komið síðan 2021 og er með fasta viðskiptavini, vini mína og ég er mjög glöð að hafa þennan stað,“ segir Mariika sem er þá með aðstöðu á húðflúrstofunni Street Rats Tattoo. Viðhorfið að breytast á meðan vinir eru að deyja Óskar segir að Íslendingar séu farnir að skilja hvernig stríðið hefur áhrif á heimshagkerfið en þau segjast skynja breytingar á skilningi- og viðhorfi fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Mariika Lobyntseva hefur þurft að kveðja vin sem féll í stríðinu.Vísir/Bjarni „Ég finn fyrir breytingu til hins verra, því bardagarnir halda bara áfram. Það er eins og fólk gleymi þessu bara. Það er sorglegt því vinir mínir við víglínuna, einn vina minna féll nýlega. Hann var starfsbróðir minn. Ég var viðstödd jarðarförina hans. Vinir mínir sem eru hönnuðir, listamenn og tónlistamenn eru við víglínuna af frjálsum vilja,” segir Mariika. „Fólk úr mínu listræna umhverfi völdu að verja landið okkar. Það eru þrjú ár komin af allsherjarinnrás og ég veit það ekki, þetta er ekki fólki ekki eins ofarlega í huga og það var í byrjun. Kannski finnst fólki þetta ekki áhugavert lengur.“ Áróður að verða árangursríkari Óskar tekur undir þetta og bætir við að áróður felist einnig í því að reyna að beina athygli fólks annað svo það tapi áhuganum. „Það er svakalega sorglegt, sérstaklega þegar fólk er að tapa vinum, fólk er að missa útlimi. Við erum einmitt að fara að heimsækja einn vin okkar sem að missti hönd og fót við það að bjarga fólki úr hættu. Ekki hermann heldur breskan strák sem kom til Úkraínu til þess að bjarga mannslífum. Og það versta er að þessar sögur ná ekkert mikið hingað úr landinu, og ef þær gera það þá er það einhvern veginn bara partur af erlenda fréttaefninu. Það er erfiðara og erfiðara að tengja við tilfinningar fólks,“ segir Óskar. Óskar Hallgrímsson hefur búið í sex ár í Úkraínu þaðan sem hann hefur flutt fréttir af stríðinu.Vísir/Bjarni Hann óttast jafnframt að fólk sé orðið móttækilegra fyrir upplýsingaóreiðu, falsfréttum og rússneskum áróðri. „Íslendingar taka ekki eftir því, átta sig ekki á því að það er verið að fæða það með vitleysu,“ segir Óskar. „Vandamálið við disinformation, falsfréttir eða hvað sem þú kallar það, ef þú getur borið kennsl á það að þá var honum líklega ekki beint að þér. Það er vandamálið við það, það er það gott. Þetta er það fólkið, marglaga stríð og þar af leiðandi er flókið og marglaga áróðursefni sem Rússar eru að pumpa út, bæði með og á móti,“ segir Óskar. Erfitt að hafa trú á Trump og Pútín Þegar þau eru spurð hvort þau hafi einhverja trú á að Trump og Pútín geti sín á milli stuðlað að friði er svarið einfalt: Nei, trúin er lítil. Sjá einnig: Neitar að hitta Pútín án Selenskís „Nei. En Trump hefur vald í höndunum. Hann hefur það en hann notar það ekki. Samtalið, ég veit það ekki. Ég er engin völuspá, ég get ekki séð fyrir hvað Trump ætlar sér, hvað kemur út úr hans, eins og enginn annar. Ég held að það sé allt sem ég get sagt um það,“ segir Óskar. „Nei,“ svarar Mariika og kemst ekki hjá því að hlæja. „Ég er ekki á þeim stað að hafa væntingar til þessara samtala. Það eru fundir, það eru spjöll, en í hreinskilni, þegar ég sé árangur þá já kannski. En nei, sá tími er löngu liðinn.“ Listin iðar af lífi Bæði lifa þau og hrærast í listinni og hafa gert undanfarin ár. Þau segja fagnaðarefni, að þrátt fyrir allt, þá blómstri menningarlífið í Úkraínu. Þau hafi lítið sem ekkert orðið vör við að vegið hafi verið að listrænu frelsi. „Það gæti verið að það sé reynt en það hefur þá ekki borið árangur,“ segir Óskar. „Skapandi geirinn er mjög skapandi. Ég hef ekki tíma til að mæta á allar sýningarnar sem ég vildi því það er svo mikið. Það veitir manni mikinn innblástur því eftir margar svefnlausar nætur í röð þá heldur fólk áfram að skapa. Fólk opnar sýningar og býr til glæsilega list svo ég þarf að finna styrkinn líka innra með mér,“ segir Mariika.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira