Neitar að hitta Pútín án Selenskís Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 16:29 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að koma á fundi með Selenskí og Pútín en án árangurs. Hann gaf Pútín nýverið nokkurra daga frest til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum refsiaðgerðum. Sjá einnig: Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Trump hefur þegar beitt Indverja slíkum aðgerðum vegna kaupa þeirra á olíu frá Rússlandi. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Aðstoðarmaður Pútíns sagði í morgun að rússneski forsetinn hefði hafnað tillögu Witkoffs um að haldinn yrði þriggja forseta fundur. Það ítrekaði Pútín sjálfur í dag. Moscow Times hefur eftir Pútin að til greina komi að hitta Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sagði að ekki kæmi til greina að hitta Selenskí. Bæði Trump og Selenskí hafa kallað eftir fundi forsetanna frá Úkraínu og Rússlandi en Pútín hefur ekki viljað verða við því. Í dag sagðist hann í raun ekki mótfallinn því að hitta Selenskí en sagði að fyrst þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði og langt væri í að það væri hægt. Hver þau skilyrði eru sagði hann ekki. Enginn fundur án Selenskís New York Post sagði þó frá því í dag, og vitnar í heimildarmann úr Hvíta húsinu, að Trump myndi ekki ræða við Pútin, ef Pútín vildi ekki hitta Selenskí. Það væri skilyrði fyrir fyrsta fundi forseta Rússlands og Bandaríkjanna frá 2021. „Pútín verður að hitta Selenskí ef þessi fundur á að eiga sér stað,“ sagði heimildarmaður NYPost. Þá sagði hann einnig að ekki væri búið að ákveða staðsetningu. ABC News hefur þetta einnig eftir heimildarmanni úr Hvíta húsinu. Trump sagðist sjálfur í gær ekki viss um að hann myndi hitta Pútín og Selenskí á sama fundinum og sagðist áður hafa orðið fyrir vonbrigðum með Pútín í tengslum við viðleitni Trumps við að koma á friði. Fullir efasemda Úkraínumenn virðast ekki vongóðir um að komið sé að kaflaskilum og að friður sé í nánd. Þeir segjast margir hafa séð þetta tiltekna leikrit áður, samkvæmt frétt New York Times. Trump sagði til dæmis í apríl að friður væri „mjög nærri“ og að Rússar og Úkraínumenn ættu að hefja viðræður. Þegar væri búið að komast að samkomulagi um helstu deiluatriðin. Síðan þá hefur lítið sem ekkert breyst, fyrir utan það að árásir Rússa á borgir og bæi Úkraínu hafa aukist að umfangi og rússneskir hermenn hafa sótt hægt fram í austurhluta landsins. Kannanir í Úkraínu benda til þess að aukin stríðsþreyta hefur færst í þjóðina og fleiri vilja koma á friði. Úkraínumenn eru þó ekki tilbúnir til að gefa eftir landsvæði sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, sem er ein af helstu kröfum Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Trump hefur um nokkuð skeið reynt að koma á fundi með Selenskí og Pútín en án árangurs. Hann gaf Pútín nýverið nokkurra daga frest til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum refsiaðgerðum. Sjá einnig: Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Trump hefur þegar beitt Indverja slíkum aðgerðum vegna kaupa þeirra á olíu frá Rússlandi. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Aðstoðarmaður Pútíns sagði í morgun að rússneski forsetinn hefði hafnað tillögu Witkoffs um að haldinn yrði þriggja forseta fundur. Það ítrekaði Pútín sjálfur í dag. Moscow Times hefur eftir Pútin að til greina komi að hitta Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sagði að ekki kæmi til greina að hitta Selenskí. Bæði Trump og Selenskí hafa kallað eftir fundi forsetanna frá Úkraínu og Rússlandi en Pútín hefur ekki viljað verða við því. Í dag sagðist hann í raun ekki mótfallinn því að hitta Selenskí en sagði að fyrst þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði og langt væri í að það væri hægt. Hver þau skilyrði eru sagði hann ekki. Enginn fundur án Selenskís New York Post sagði þó frá því í dag, og vitnar í heimildarmann úr Hvíta húsinu, að Trump myndi ekki ræða við Pútin, ef Pútín vildi ekki hitta Selenskí. Það væri skilyrði fyrir fyrsta fundi forseta Rússlands og Bandaríkjanna frá 2021. „Pútín verður að hitta Selenskí ef þessi fundur á að eiga sér stað,“ sagði heimildarmaður NYPost. Þá sagði hann einnig að ekki væri búið að ákveða staðsetningu. ABC News hefur þetta einnig eftir heimildarmanni úr Hvíta húsinu. Trump sagðist sjálfur í gær ekki viss um að hann myndi hitta Pútín og Selenskí á sama fundinum og sagðist áður hafa orðið fyrir vonbrigðum með Pútín í tengslum við viðleitni Trumps við að koma á friði. Fullir efasemda Úkraínumenn virðast ekki vongóðir um að komið sé að kaflaskilum og að friður sé í nánd. Þeir segjast margir hafa séð þetta tiltekna leikrit áður, samkvæmt frétt New York Times. Trump sagði til dæmis í apríl að friður væri „mjög nærri“ og að Rússar og Úkraínumenn ættu að hefja viðræður. Þegar væri búið að komast að samkomulagi um helstu deiluatriðin. Síðan þá hefur lítið sem ekkert breyst, fyrir utan það að árásir Rússa á borgir og bæi Úkraínu hafa aukist að umfangi og rússneskir hermenn hafa sótt hægt fram í austurhluta landsins. Kannanir í Úkraínu benda til þess að aukin stríðsþreyta hefur færst í þjóðina og fleiri vilja koma á friði. Úkraínumenn eru þó ekki tilbúnir til að gefa eftir landsvæði sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, sem er ein af helstu kröfum Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent