Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 11:20 Slysið í Breiðamerkurjökli varð á sunnudegi en leit hélt áfram fram á mánudaginn þar sem talið var að tveggja væri enn saknað. Í ljós kom svo að einskis var í raun saknað. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi sem varð á Breiðamerkurjökli í fyrra er lokið. Engar kærur eða ákærur verða gefnar út í málinu. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Í maí hafi rannsókn lokið og málinu sömuleiðis, og engin eftirmál orðið. Bandarískur ferðamaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst í fyrra. Þau voru í skipulagðri ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Vegna misræmis milli skráningarlista fyrirtækisins og vitneskju leiðsögumanna á svæðinu héldu björgunarsveitir áfram að leita daginn eftir slysið vegna gruns um að tveir ferðamenn til viðbótar hefðu orðið undir ísnum. Svo reyndist ekki. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður, sem ráðherra ferðamála sagði að hefði getað komið í veg fyrir slysið, stöðvaði ferðirnar tímabundið í framhaldinu. Í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir slysið sagði Sveinn Kristján að ekki væri grunur um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglan myndi rannsaka öll gögn hlutlaust. Sveinn vekur athygli á að þjóðgarðurinn auk viðbragðs- og ferðaþjónustuaðila hafi lagst í heilmikla vinnu á svæðinu eftir slysið. Starfshópur sem var skipaður eftir slysið lagði meðal annars til að kröfur til jöklaleiðsögumanna yrðu auknar og að öryggisreglur í kring um slíkar ferðir yrðu hertar. Hópurinn taldi að mörg fyrirtæki sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir væru í ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Jöklar á Íslandi Fjallamennska Bláskógabyggð Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. 27. ágúst 2024 21:01 Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8. nóvember 2024 15:09 „Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. 16. október 2024 07:02 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Í maí hafi rannsókn lokið og málinu sömuleiðis, og engin eftirmál orðið. Bandarískur ferðamaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst í fyrra. Þau voru í skipulagðri ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Vegna misræmis milli skráningarlista fyrirtækisins og vitneskju leiðsögumanna á svæðinu héldu björgunarsveitir áfram að leita daginn eftir slysið vegna gruns um að tveir ferðamenn til viðbótar hefðu orðið undir ísnum. Svo reyndist ekki. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður, sem ráðherra ferðamála sagði að hefði getað komið í veg fyrir slysið, stöðvaði ferðirnar tímabundið í framhaldinu. Í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir slysið sagði Sveinn Kristján að ekki væri grunur um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglan myndi rannsaka öll gögn hlutlaust. Sveinn vekur athygli á að þjóðgarðurinn auk viðbragðs- og ferðaþjónustuaðila hafi lagst í heilmikla vinnu á svæðinu eftir slysið. Starfshópur sem var skipaður eftir slysið lagði meðal annars til að kröfur til jöklaleiðsögumanna yrðu auknar og að öryggisreglur í kring um slíkar ferðir yrðu hertar. Hópurinn taldi að mörg fyrirtæki sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir væru í ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Jöklar á Íslandi Fjallamennska Bláskógabyggð Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. 27. ágúst 2024 21:01 Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8. nóvember 2024 15:09 „Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. 16. október 2024 07:02 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sjá meira
Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. 27. ágúst 2024 21:01
Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8. nóvember 2024 15:09
„Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. 16. október 2024 07:02
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31