Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 11:20 Slysið í Breiðamerkurjökli varð á sunnudegi en leit hélt áfram fram á mánudaginn þar sem talið var að tveggja væri enn saknað. Í ljós kom svo að einskis var í raun saknað. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi sem varð á Breiðamerkurjökli í fyrra er lokið. Engar kærur eða ákærur verða gefnar út í málinu. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Í maí hafi rannsókn lokið og málinu sömuleiðis, og engin eftirmál orðið. Bandarískur ferðamaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst í fyrra. Þau voru í skipulagðri ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Vegna misræmis milli skráningarlista fyrirtækisins og vitneskju leiðsögumanna á svæðinu héldu björgunarsveitir áfram að leita daginn eftir slysið vegna gruns um að tveir ferðamenn til viðbótar hefðu orðið undir ísnum. Svo reyndist ekki. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður, sem ráðherra ferðamála sagði að hefði getað komið í veg fyrir slysið, stöðvaði ferðirnar tímabundið í framhaldinu. Í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir slysið sagði Sveinn Kristján að ekki væri grunur um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglan myndi rannsaka öll gögn hlutlaust. Sveinn vekur athygli á að þjóðgarðurinn auk viðbragðs- og ferðaþjónustuaðila hafi lagst í heilmikla vinnu á svæðinu eftir slysið. Starfshópur sem var skipaður eftir slysið lagði meðal annars til að kröfur til jöklaleiðsögumanna yrðu auknar og að öryggisreglur í kring um slíkar ferðir yrðu hertar. Hópurinn taldi að mörg fyrirtæki sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir væru í ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Jöklar á Íslandi Fjallamennska Bláskógabyggð Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. 27. ágúst 2024 21:01 Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8. nóvember 2024 15:09 „Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. 16. október 2024 07:02 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við fréttastofu. Í maí hafi rannsókn lokið og málinu sömuleiðis, og engin eftirmál orðið. Bandarískur ferðamaður lést og ófrísk kona hans slasaðist þegar ís hrundi ofan á þau í svelg í Breiðamerkurjökli í ágúst í fyrra. Þau voru í skipulagðri ferð á vegum fyrirtækisins Ice Pic Journeys. Vegna misræmis milli skráningarlista fyrirtækisins og vitneskju leiðsögumanna á svæðinu héldu björgunarsveitir áfram að leita daginn eftir slysið vegna gruns um að tveir ferðamenn til viðbótar hefðu orðið undir ísnum. Svo reyndist ekki. Töluverð gagnrýni kom fram í kjölfarið á að ferðaþjónustufyrirtæki stunduðu slíkar ferðir að sumri til. Vatnajökulsþjóðgarður, sem ráðherra ferðamála sagði að hefði getað komið í veg fyrir slysið, stöðvaði ferðirnar tímabundið í framhaldinu. Í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir slysið sagði Sveinn Kristján að ekki væri grunur um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglan myndi rannsaka öll gögn hlutlaust. Sveinn vekur athygli á að þjóðgarðurinn auk viðbragðs- og ferðaþjónustuaðila hafi lagst í heilmikla vinnu á svæðinu eftir slysið. Starfshópur sem var skipaður eftir slysið lagði meðal annars til að kröfur til jöklaleiðsögumanna yrðu auknar og að öryggisreglur í kring um slíkar ferðir yrðu hertar. Hópurinn taldi að mörg fyrirtæki sem bjóða upp á skipulagðar jöklaferðir væru í ekki með leiðsögumenn sem hafi lokið nauðsynlegri menntun.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Jöklar á Íslandi Fjallamennska Bláskógabyggð Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. 27. ágúst 2024 21:01 Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8. nóvember 2024 15:09 „Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. 16. október 2024 07:02 Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað. 27. ágúst 2024 21:01
Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Starfshópur sem var skipaður eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar leggur til að auknar kröfur verði gerðar um menntun og reynslu leiðsögumanna. Mörg fyrirtæki sem bjóða upp á jöklaferðir hafi ekki leiðsögumenn með nauðsynlega menntun. 8. nóvember 2024 15:09
„Þokkaleg sátt“ um ný skilyrði fyrir íshellaferðum Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir þokkalega sátt ríkja hjá ferðaþjónustufyrirtækjum um ný skilyrði sem voru sett fyrir íshellaferðum eftir banaslys á Breiðamerkurjökli í sumar. Ferðir eru meðal annars háðar daglegu hættumati. 16. október 2024 07:02
Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. 6. september 2024 13:31