Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 14:04 Sigríður Margrét Oddsdóttir, sem er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins var meðal annars með framsögu á fundinum í Þorlákshöfn. Vísir/Einar „Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur í fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið”, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gott dæmi um það sé sandur, sem er breytt í steinull, sem seld er til Færeyja. Samtök atvinnulífsins voru nýlega á hringferð um landið þar sem níu staðir á landsbyggðinni voru heimsóttir. Fjölmargar spurningar komu fram á fundinum og umræður voru oft líflegar, Sigríður Margrét Oddsdóttir, sem er framkvæmdastjóri samtakanna segir að það hafi verið sérstaklega gaman að finna kraftinn í fólkinu og forsvarsmönnum fyrirtækja á fundunum hvað varðar öflugt og gott atvinnulíf. Einn af fundinum var haldin í Þorlákshöfn. „Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur hjá fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið og það er alveg magnað þessi verðmæti, sem við erum að sjá fólk vera að skapa. Það er verið að taka sand og breyta honum í steinull og selja hana til Færeyja. Við erum með frábær ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru að búa til úr jarðsjó, búa sem sagt til baðupplifun og húðvörur með lækningamátt,” segir Sigríður. Sigríður segist líka sjá ný risa fyrirtæki verða til eins og í tengslum við landeldi í Þorlákshöfn. „Það er magnað að sjá einmitt að við getum orðið raunverulega svona miðstöð útflutnings á mjög mikilvægu próteini, sem er verið að framleiða hér. Það eru svo sannarlega aðilar, sem hafa hugrekki og kjark og athafna vilja, sem eru að byggja upp til dæmis hér í Þorlákshöfn, þannig að þetta er okkur ómetanlegt að fara í svona hringferðir og tala við fólk,” bætir Sigríður við. Fundurinn í Þorlákshöfn var vel sóttur og líflegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hlýtur að vera gaman að upplifa svona jákvæða og góða stemningu? „Það er rosalega skemmtilegt en skemmtilegast er að það mæta helmingi fleiri á fundina en voru búnir að skrá sig, maður þarf að panta auka veitingar,” segir Sigríður Margrét hlæjandi. Ölfus Vinnumarkaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Samtök atvinnulífsins voru nýlega á hringferð um landið þar sem níu staðir á landsbyggðinni voru heimsóttir. Fjölmargar spurningar komu fram á fundinum og umræður voru oft líflegar, Sigríður Margrét Oddsdóttir, sem er framkvæmdastjóri samtakanna segir að það hafi verið sérstaklega gaman að finna kraftinn í fólkinu og forsvarsmönnum fyrirtækja á fundunum hvað varðar öflugt og gott atvinnulíf. Einn af fundinum var haldin í Þorlákshöfn. „Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur hjá fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið og það er alveg magnað þessi verðmæti, sem við erum að sjá fólk vera að skapa. Það er verið að taka sand og breyta honum í steinull og selja hana til Færeyja. Við erum með frábær ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru að búa til úr jarðsjó, búa sem sagt til baðupplifun og húðvörur með lækningamátt,” segir Sigríður. Sigríður segist líka sjá ný risa fyrirtæki verða til eins og í tengslum við landeldi í Þorlákshöfn. „Það er magnað að sjá einmitt að við getum orðið raunverulega svona miðstöð útflutnings á mjög mikilvægu próteini, sem er verið að framleiða hér. Það eru svo sannarlega aðilar, sem hafa hugrekki og kjark og athafna vilja, sem eru að byggja upp til dæmis hér í Þorlákshöfn, þannig að þetta er okkur ómetanlegt að fara í svona hringferðir og tala við fólk,” bætir Sigríður við. Fundurinn í Þorlákshöfn var vel sóttur og líflegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hlýtur að vera gaman að upplifa svona jákvæða og góða stemningu? „Það er rosalega skemmtilegt en skemmtilegast er að það mæta helmingi fleiri á fundina en voru búnir að skrá sig, maður þarf að panta auka veitingar,” segir Sigríður Margrét hlæjandi.
Ölfus Vinnumarkaður Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira