Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 15:58 Eyjólfur Ingvi Bjarnason er formaður stjórnar hjá deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa. Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira
Reiknuð verðhækkun fyrir kindakjöt sem kynnt hefur verið fyrir komandi haust er 2,2 prósent fyrir dilkakjöt og 1 prósent fyrir fullorðið, en ársverðbólga síðustu tólf mánuði er um fjögur prósent. „Skilaboðin sem við sauðfjárbændur fáum eru svolítið þau að menn eigi að halda áfram að draga saman seglin. En það sem við verðum líka að hafa í huga er að það er alls staðar samdráttur í framleiðslu erlendis líka.“ „Þannig ef að við framleiðum ekki nóg af kjöti hér innanlands er heldur ekkert offramboð erlendis,“ segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður stjórnar deildar sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands. Hækkun fylgi ekki verðlagi Hann segir að þar sem verðhækkunin fylgi ekki almennu verðlagi í landinu sé um að ræða verðrýrnun frá síðasta ári. Nýju verðin endurspegli ekki þær væntingar sem uppi hafa verið um áframhaldandi bætta afkomu og rekstraröryggi greinarinnar til framtíðar. Eyjólfur heldur því til haga að verðhækkanir hafi verið í takt við verðlagsþróun hjá Sláturfélagi Suðurlands, þar sem verð hækkaði um 4 prósent fyrir dilkajöt og 4,3 prósent fyrir fullorðið. Hjá öðrum afurðarstöðvum hafi verð hækkað um 1,6 prósent fyrir dilkakjöt og 0 prósent fyrir fullorðið. Eyjólfur segir að samruni Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis hafi ekki gengið í gegn að fullu, þar sem dómsmál hafi tafið fyrir mögulegum hagræðingaraðgerðum sem til hafi staðið að ráðast í. „Við skorum á afurðastöðvar að endurskoða útgefin verð, og senda þau skilaboð að menn eigi að halda áfram að stunda búskap, það er það sem þetta snýst um,“ segir Eyjólfur. Nauðsynlegt að skapa betri rekstrarskilyrði Í tilkynningu Bændasamtakanna segir að á síðustu árum hafi tekist að vinda ofan af þeim mikla skaða sem varð þegar afurðaverð til sauðfjárbænda lækkaði verulega á árunum 2016 - 2017. „Leiðrétting afurðaverðs síðustu þrjú ár var mikilvægt skref í að bæta stöðu greinarinnar og endurheimta traust. Núverandi verð fylgja vart þróun almenns verðlags og valda því vonbrigðum. Sauðfjárbændur gera þá kröfu að rekstur sauðfjárbúa skili eðlilegri afkomu. Það er forsenda þess að hægt sé að halda búrekstri áfram, greiða mannsæmandi laun og fjárfesta til framtíðar.“ „Sauðfjárbændur þurfa að geta fjárfest í búum sínum, innleitt nýja tækni og hagrætt í rekstri. Það verður hins vegar ekki gert ef grundvöllur rekstrarins er veikur. Til þess þarf greinin að njóta rekstrarskilyrða sem gera það kleift. Að skapa þau skilyrði er sameiginlegt verkefni bænda, afurðastöðva, stjórnvalda og neytenda,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Sjá meira