Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. júlí 2025 07:00 Þorgerður Katrín er stödd í New York þar sem fundað er vegna málsins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa. „Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“ Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Við erum komin hingað núna út, mjög margir utanríkisráðherrar ríkja sem styðja tveggja ríkja lausnina. Það er alveg rétt sem kom fram í máli Guterres hér fyrr í dag að við erum svolítið lengra frá tveggja ríkja lausninni en hún er samt eina leiðin og lausnin til þess að ná fram varanlegu friði af einhverju viti á þessu erfiða svæði. En fyrst og síðast er fólk að tala hér um, eru forystufólk ríkja að beita sér fyrir því að vopnahlé verði komið á strax og ekki síst að mannúðaraðstoð verði veitt inn á svæðið. Það er hrikalegt að sjá hvernig hungri er beitt sem markvissu árásartæki og vopni inn á svæðið eins og Gasa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sótti ráðstefnu um tveggja ríkja lausnina í málum Ísrael og Palestínu. Auk funda ráðstefnunnar sat Þorgerður einnig tvíhliða fund með Guterres en þar var meðal annars rætt mikilvægi þess að viðurkenna fullveldi Úkraínu yfir eigin landsvæði og ástandið á Gasa, enda hafi ráðstefnan snúist um tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. „Ég átti fund með Guterres bara rétt áðan og það var góður fundur. Hans rödd er mikilvæg, gríðarlega dýrmæt á þessum tímum og ekki síst að hann, eins og við Íslendingar, erum að reyna að berjast fyrir því að alþjóðakerfið virki, að alþjóðalög séu virt, að það sé farið eftir reglum og lögum og samningum og sáttmálum sem snerta mannréttindi og fleira. Þannig að hann þakkaði líka Íslandi fyrir okkar dýrmæta framlag í þágu betri heims,“ segir hún. Þurfi að taka stærri skref Áhersluatriði fundar Þorgerðar með Guterres af hennar hálfu voru að passa að alþjóðalög séu virt, það sé verið að virða mannréttindi auk réttindi minnihlutahópa. „Ég dró fram að við erum núna í þrjú ár í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem að við leggjum einmitt áherslu á þessa þætti og líka loftslagsmál. En fyrst og síðast í stóru myndinni, þegar við horfum til stríðsins í Úkraínu, þegar við horfum núna á hörmungarástandið á Gasa, að alþjóðasamfélagið það verður að gera meira heldur en bara að koma saman á fundum, heldur verður að beita þrýstingi til þess að það verði til að mynda að mannúðarráðstöfun verði veitt inn á Gasasvæðið.“ Hún segir þrýstingin hafa skilað sér að einhverju leiti þar sem Ísraelar hleypi einhverri neyðaraðstoð yfir landamærin til Gasa. Mikil hungursneyð ríkir þar og hefur mannúðaraðstoð verið af skornum skammti. „Það er náttúrulega langt í frá að vera mannsæmandi að mínu viti. Það verður að taka stærri skref. Þessi fundur er liður í því að þjappa þjóðum saman og það eru fleiri þjóðir sem eru að merkja sig inn að vilja styðja við sjálfstæði Palestínu en líka að vinna að tveggja ríkja lausninni.“ Á fund með utanríkisráðherra Palestínu Ráðstefnunni er þó ekki lokið en framundan voru fundir Þorgerðar með „líkt þenkjandi ríkjum í þessum málum,“ þar á meðal Spánn, Írland, Slóvenía og Frakkland. „Ég vona að það beri einhvern ávöxt að það verði fleiri ríki sem þjappi sér saman til þess að hleypa að ekki síst mannúð á Gasasvæðið, koma á vopnahléi og líka að leysa úr haldi gíslana sem hafa verið allt of lengi í haldi Hamas,“ segir hún. Þá á Þorgerður einnig fund með nýjum utanríkisráðherra Palestínu, Varsen Aghabekian. „Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig hvernig Palestínumenn eru að vinna sig inn í að geta stofnað ríkið. Þeir eru alveg tilbúnir, alþjóðasamfélagið getur ekkert sagt lengur að Palestína sé ekki tilbúin. Alþjóðasamfélagið viðurkenndi Austur-Tímor meðal annars er nýbúið að viðurkenna Suður-Súdan. Það á líka að viðurkenna Palestínu.“
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira