Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 21:40 Haraldur Benediktsson er bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Sýn Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi ræddu fyrirhugaða verndartolla í kvöldfréttum Sýnar. Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi, sem taka að óbreyttu gildi eftir þrjár vikur. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa boðað til fundar með utanríkisráðherra á fimmtudag vegna stöðunnar. Utanríkisráðherra vonar að Íslendingum verði sýndur skilningur. Bæði hún og stjórnvöld í Noregi muni beita sér af mikilli festu í málinu á næstu dögum. „Með samtölum, með þrýstingi, með því að vera föst á að þetta er að okkar mati ekki í samræmi við EES-samninginn. Mér finnst miður að sjá hvaða leið Evrópusambandið er að velja í þessu. En um leið gerum við okkur grein fyrir því að við erum ekki innan utanríkisviðskiptastefnu bandalagsins,“ segir Þorgerður. „Ef að þau ætla að komast að þessari niðurstöðu þá skiptir öllu máli fyrir okkur og íslensku fyrirtækin að þær þvinganir sem verða settar fram, eða reglur, það er ekkert víst að það verði tollar, en það verði farnar aðrar leiðir, ég held að það væri líka skárra en hitt.“ „Við vonumst þá til að þær reglur muni ekki bitna á íslenskum fyrirtækjum.“ „Því það eru ekki íslensk fyrirtæki sem eru að offramleiða eða lækka verðið innan Evrópusambandsins, heldur ríki frá Asíu sem eru að stuðla að þessu ástandi sem Evrópusambandið er að bregðast við,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Kísiljárn núna og álið kannski næst Haraldur Benediktsson segir málið skapa mikla óvissu fyrir mikilvægt fyrirtæki í sveitarfélaginu. Hann væri ánægður að heyra ofangreind viðhorf utanríkisráðherra sem hún lýsti í ofangreindu viðtali. Taka þurfi stöðuna mjög alvarlega. Í Noregi hefði forsætisráðherra verið kallaður úr sumarfríi til að sinna málinu. Hér hefðu íslenskir stjórnmálamenn farið í sumarfrí. „Við þurfum að taka þessa stöðu mjög alvarlega, við vitum með kísiljárnið núna, er álið næst, það er ennþá stærri vinnustaður, þá erum við farin að tala um verulegt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki bara áfall fyrir Akraneskaupstað og sveitir norðan Hvalfjarðar sem hafa verulega hagsmuni af rekstri þessa fyrirtækis.“ „Þannig þetta er mikið stórmál og alvörumál sem þarf að fylgja fast eftir og af miklu meiri þunga heldur en við erum að sjá er gert.“ Erfitt væri að meta stöðuna eða segja til um afleiðingarnar áður en nánari útfærsla lægi fyrir. Mikilvægt væri að ríkisstjórnin verði stöðu Íslands á innri markaði Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins. „Mér er sagt að það séu jafnvel fundir í þessari viku, ég vil eins og ég segi meiri þunga og alvöru í hagsmunagæslu fyrir Ísland, og að verja þessa grunnstoð EES-samningsins sem er að við séum á innri markaðnum, það er það sem skiptir öllu máli að við séum ekki skilin eftir þar fyrir utan.“ „Það er svo margt í þessu máli sem við ekki skiljum, svo margt í þessu máli sem á eftir að koma í ljós,“ segir Haraldur Benediktsson en hægt er að hlusta á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Akranes Skattar og tollar Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira