Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2025 11:20 Unnar hvetur eigendur vörubíla til að láta vita lendi þeir í slíkum þjófnaði. Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“ Lögreglumál Reykjavík Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Eigandi bílsins kom að manninum þar sem hann var að tappa olíu af vörubílnum í nótt. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu hafa brugðist hratt við. „Við fáum laust fyrir klukkan eitt í nótt tilkynningu um að það sé verið að stela olíu af vörubifreið í Bústaðahverfinu nálægt Sprengisandi. Við förum náttúrulega í það um leið og þá náum við á einn aðila þarna sem var handtekinn.“ Um helgina birtu forsvarsmenn flutningafyrirtækisins Fraktlausna myndband frá aðfaranótt laugardags þar sem mátti sjá óprúttna þjófa í sömu erindagjörðum. Þjófunum tókst að tappa hundruðum lítra af díseolíu af flutningabílum fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast tilkynna málið til lögreglu í dag. Unnar segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist. „Við vinnum þetta mál bara áfram, það er í hefðbundnu ferli, rannsókn þessa máls er á frumstigi. Svo má bæta við þetta að það hafa komið sambærileg mál sem hafa verið í opinberri umræðu í fjölmiðlum og við viljum endilega fá þetta til okkar, því þau hafa ekki öll komið til okkar þau mál, til þess að geta þá rannsakað þau og náð þeim brotlegu. Í einhverjum tilvikum liggja upplýsingar fyrir um hverjir þetta eru eða gætu verið.“ Ljóst sé að slíkur þjófnaður feli í sér tjón sem nemi háum fjárhæðum en forsvarsmenn Fraktlausna telja tjónið nema milljónum. „Þetta getur hlaupið á tugum ef ekki hundruðum þúsunda fyrir eigendur vörubifreiða sem eru með sín tæki lögð hérna um borgina út af vinnunni sinni af einhverjum ástæðum. Þannig að þetta er fljótt að telja hjá þeim og kostar mikið, þannig við viljum komast inn í þetta sem fyrst til að stoppa þetta af. Þetta hefur alveg gerst áður svona faraldrar en það eru nokkur ár síðan þetta gerðist síðast ef ég man rétt en þá þarf að grípa hratt inn í til að stoppa þetta.“
Lögreglumál Reykjavík Olíuþjófnaður Tengdar fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Nokkur hundruð lítrum af díselolíu var stolið úr flutningabíl fyrirtækisins Fraktlausnir í gærnótt. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þjófahóps sem hafi í gríð og erg stolið olíu af fyrirtækinu. 26. júlí 2025 14:07