Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Erlendur (t.v.) og Ragnar, sem mættu skælbrosandi með göngugrindurnar sínar í upphaf leiksins í gærkvöldi í Vogum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Eldri borgarar Fótbolti Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Eldri borgarar Fótbolti Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira