Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:12 Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda. Bjarni Þór Sigurðsson Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira