„Við viljum meira“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 23:15 Kelly, sem skoraði sigurmark Englands í úrslitum EM 2022, biður fólk vinsamlegast að róa sig. EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT England er komið í úrslit á þriðja stórmótinu í röð þökk sé sigurmarki Chloe Kelly í framlengingu gegn Ítalíu. Þær ensku hafa þó hikstað á Evrópumótinu sem nú fram fer í Sviss. Eftir virkilega erfiðan leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þurfti heldur betur dramatík til að koma Englandi í þriðja úrslitaleikinn í röð. Takist Spáni að leggja Þýskaland annað kvöld mætast England og Spánn í úrslitum líkt og þær gerðu á HM 2023 þar sem Spánn hafði betur. „Þetta virðist óraunverulegt. Svo mögnuð tilfinning. Þetta lið á ekkert minna skilið. Þrír úrslitaleikir í röð og við viljum meira,“ sagði hetjan Kelly skömmu eftir að flautað var til leiksloka í Genf. Kelly skoraði sigurmarkið þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem hafði verið varin. „Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Markið átti ekki að vera svona en markvörðurinn hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína. Við förum aftur á teikniborðið og höldum áfram að æfa þessar vítaspyrnur. Sem betur fer náði ég frákastinu.“ Skot og ... mark.EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Englandi framlengingu. Hún kom einnig inn af bekknum gegn Svíþjóð og skoraði. „Hún er ótrúleg. Hún hefði átt að skora annað þegar boltinn hafnaði í þverslánni. Hún er með heiminn við fætur sér, ungur leikmaður með bjarta framtíð. Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hennar hönd.“ „Liðið sýndi þrautseigju og við komum til baka. Vonandi getum við gert okkur lífið auðveldara, við þurfum ekki allt þetta stress.“ „Við höfum vonina, við höfum trúnna og við höfum gæðin. Við þurfum bara að halda áfram, leggja hart að okkur á æfingum og sjá til þess að við séum klárar næstu helgi,“ sagði Kelly að endingu aðspurð hvort England gæti varið titilinn. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Eftir virkilega erfiðan leik gegn Svíþjóð í 8-liða úrslitum þurfti heldur betur dramatík til að koma Englandi í þriðja úrslitaleikinn í röð. Takist Spáni að leggja Þýskaland annað kvöld mætast England og Spánn í úrslitum líkt og þær gerðu á HM 2023 þar sem Spánn hafði betur. „Þetta virðist óraunverulegt. Svo mögnuð tilfinning. Þetta lið á ekkert minna skilið. Þrír úrslitaleikir í röð og við viljum meira,“ sagði hetjan Kelly skömmu eftir að flautað var til leiksloka í Genf. Kelly skoraði sigurmarkið þegar hún fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem hafði verið varin. „Ég reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Markið átti ekki að vera svona en markvörðurinn hafði augljóslega unnið heimavinnuna sína. Við förum aftur á teikniborðið og höldum áfram að æfa þessar vítaspyrnur. Sem betur fer náði ég frákastinu.“ Skot og ... mark.EPA/JEAN-CHRISTOPHE BOTT Hin 19 ára gamla Michelle Agyemang jafnaði metin í uppbótartíma og tryggði Englandi framlengingu. Hún kom einnig inn af bekknum gegn Svíþjóð og skoraði. „Hún er ótrúleg. Hún hefði átt að skora annað þegar boltinn hafnaði í þverslánni. Hún er með heiminn við fætur sér, ungur leikmaður með bjarta framtíð. Ég gæti ekki verið ánægðari fyrir hennar hönd.“ „Liðið sýndi þrautseigju og við komum til baka. Vonandi getum við gert okkur lífið auðveldara, við þurfum ekki allt þetta stress.“ „Við höfum vonina, við höfum trúnna og við höfum gæðin. Við þurfum bara að halda áfram, leggja hart að okkur á æfingum og sjá til þess að við séum klárar næstu helgi,“ sagði Kelly að endingu aðspurð hvort England gæti varið titilinn.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn