Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 22:30 „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál,“ sagði Stefán Einar á dögunum. Vísir/Vilhelm Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans kannast ekki við frásagnir þess efnis að uppi sé ástand á deildinni vegna yfirgangs hóps manna sem líti niður á konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu, hefur sent fjölmiðlum. Tilefnið er frásögn Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns sem sagði í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar á dögunum frá „gríðarlega ljótri framkomu“ gagnvart starfsfólki deildarinnar. „Á kvennadeild Landspítalans, fæðingadeildinni, þar er standandi vandamál. Þar er gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán í viðtalinu. Ummæli hans vöktu athygli og voru skrifuð um þau fréttir á DV og Nútímanum. s „Framkoman er slík að starfsfólki ofbýður. En starfsfólkið þorir ekki að segja neitt. Það eru miklu fleiri fæðingar hjá þessum hópi hlutfallslega, og þetta er mikið álag á kerfið. Það er ekki álag í sjálfu sér að aðstoða fólk við að koma barni í heiminn, en það er álag þegar starfsfólki er sýnd fyrirlitning, menn neita að greiða fyrir þjónustuna, og eru svo með uppsteyt og yfirgang gagnvart konum í veikri stöðu sem eru nýbúnar að ala barn í heiminn.“ Stefán bætti við að heilbrigðisstarfsfólk myndi aldrei ræða opinskátt um þennan vanda, vegna ótta við að lenda í þessum mönnum. Ummælin komi þeim í opna skjöldu Hulda segir þessi ummæli koma starfsfólki kvennadeildar í opna skjöldu þar sem það kannist ekki við umræddar lýsingar. Það kemur það fram í yfirlýsingu, sem var fyrst send á Mannlíf, en fréttastofa hefur nú einnig fengið hana senda. Fram kemur að starfsfólk þurfi einstaka sinnum að hjálpa fólki að hemja tilfinningar sínar í kringum fæðingar. Það eigi þó bæði við um karla og konur, og við fólk óháð trú og uppruna. Þá sé afar sjaldgæft að fólk sýni af sér ógnandi hegðun, og ekki hafi verið tekið eftir aukningu í slíkum atvikum. Yfirlýsingin er eftirfarandi: „Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar. Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira