Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir. Vísir/Vilhelm Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira