Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Vísir/Arnar Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“ Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Fundurinn er fyrirhugaður klukkan eitt í dag, en nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir honum í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. „Það eru væntanlega þeir nefndarmenn sem óska eftir fundinum sem munu spyrja utanríkisráðherra, sem mætir á fundinn, og leiða umræðuna með þeim hætti,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar. Pawel segir ekkert óeðlilegt að kallað sé til fundar til að ræða Evrópumál og öryggis- og varnarmál. „Enda var brugðist hratt við bæði af minni hálfu sem formaður utanríkismálanefndar að koma honum á og ráðherra sem var meira en tilbúinn að mæta og sitja fyrir svörum.“ Umræðan byggi á ágreiningi um ESB Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd, sagði um helgina að leikritt hefði verið sett á svið í tengslum við heimsóknina, sem setja verði í samhengi við markmið ríkisstjórnarinnar um að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Pawel telur gagnrýnina að miklu leyti afleiðingu þess að fólk sé ósammála um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í Evrópumálum. „Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald aðildarviðræðna. Svo eru einhverjir sem eru á móti því. Ég held að þessi umræða sé ákveðin birtingarmynd þess.“ Fundurinn lokaður Hefð er fyrir því að trúnaður ríki um margt sem fram fer á fundum utanríkismálanefndar. Pawel segir að málin verði þó að einhverjum hluta rædd á breiðum grundvelli og hluti þeirrar umræðu kunni að rata fyrir sjónir almennings. „Fundir fastanefnda Alþingis eru almennt lokaðir og það má ekki greina frá orðum einstaka nefndarmanna, en heimilt er að greina frá orðum gesta ef þeir veita sérstakt leyfi fyrir því.“
Utanríkismál Alþingi Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira