Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 10:20 Þétt gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lýður Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Þar segir að vísbendingar séu um að gildi brennisteinsdíoxíðs fari lækkandi, en mikilvægt sé að fylgjast með stöðu mála. Auk brennisteinsdíoxíðsmengunar liggi enn gosmóða yfir borginni. „Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar,“ segir í tilkynningunni. Gildi fínasta svifryks séu há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni. Mæla með því að takmarka útiveru Heilbrigðiseftirlitið mælir með því að fólk takmarki útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra, í ljósi þeirrar gosmóðu og gasmengunar sem liggur yfir borginni. „Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna,“ segir í tilkynningu. Þá skuli þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn sérstaklega að forðast útivist og takmarka áreynslu. Þá er mælt með því að starfsfólk í útivinnu takmarki vinnu sem felur í sér áreynslu, og auk þess er ráðlagt gegn því að ung börn sofi úti í vagni við þessar aðstæður. Heilbrigðiseftirlitið tiltekur eftirfarandi almennar ráðleggingar varðandi gasmengun: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra: Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum loftmengunar á vef landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Þar segir að vísbendingar séu um að gildi brennisteinsdíoxíðs fari lækkandi, en mikilvægt sé að fylgjast með stöðu mála. Auk brennisteinsdíoxíðsmengunar liggi enn gosmóða yfir borginni. „Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar,“ segir í tilkynningunni. Gildi fínasta svifryks séu há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni. Mæla með því að takmarka útiveru Heilbrigðiseftirlitið mælir með því að fólk takmarki útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra, í ljósi þeirrar gosmóðu og gasmengunar sem liggur yfir borginni. „Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna,“ segir í tilkynningu. Þá skuli þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn sérstaklega að forðast útivist og takmarka áreynslu. Þá er mælt með því að starfsfólk í útivinnu takmarki vinnu sem felur í sér áreynslu, og auk þess er ráðlagt gegn því að ung börn sofi úti í vagni við þessar aðstæður. Heilbrigðiseftirlitið tiltekur eftirfarandi almennar ráðleggingar varðandi gasmengun: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra: Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum loftmengunar á vef landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Sjá meira