Innlent

Enginn Vinnuskóli í Reykja­vík í dag vegna gosmengunar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi ættu að fara varlega utandyra í dag.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi ættu að fara varlega utandyra í dag. Vísir/Egill

Öll störf almennra hópa í garðyrkju hjá Vinnuskóla Reykjavíkur fellur niður í dag vegna gosmengunar. Frá þessu er greint í skilaboðum frá Vinnuskólanum.

Þar segir að vonast sé til að allir fái skilaboðin en til vonar og vara verða leiðbeinendur á starfsstöðvum til að taka á móti nemendum, útskýra aðstæður og senda þá heim.

„Við biðlum til ykkar að fara varlega úti og halda ykkur inni ef þið byrjið að finna fyrir einkennum,“ segir enn fremur í skilaboðunum.

Veðurstofa birti færslu á Facebook fyrir um það bil tveimur klukkustundum þar sem segir að gasmengun brennisteinsdíoxíðar frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hafi varið vaxandi á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Börn eigi ekki að vera úti og fullorðnir að forðast áreynslu utandyra. Þá eigi að slökkva á loftræstingu.

Fylgjast má með þróun mála á loftgæði.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×