Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 16:37 Í heildina hafa 88 íbúar á Gasa verið drepnir í árásum Ísraela það sem af er degi. EPA Að minnsta kosti 67 íbúar á Gasa voru drepnir í skotárás Ísraelshers meðan þeir biðu í röð eftir matarskammti við matarstand Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gasa í dag. Þetta hefur Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher boðaði rýmingar á nokkrum svæðum í miðhluta Gasa í dag. Auk hinna 67 sem stóðu í röðinni var tilkynnt um sex mannföll í nágrenninu. Árásin er ein af mörgum, nærri daglegum, sem Ísraelsher hefur gert á óbreytta borgara í leit að aðstoð eða matarskammti. Síðast í gærmorgun voru 36 Gasabúar drepnir á leið að hjálparstöð, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu um nokkurt skeið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa létust átján úr hungri síðasta sólarhring á svæðinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að hermenn hafi skotið í átt að hópi fólks á norðurhluta Gasa til að fjarlægja það sem herinn kallaði „bráða ógn“. Vísbendingar væru um að færri hefðu látist en tölur heilbrigðisyfirvalda á Gasa gæfu í skyn. Þá hefur miðillinn eftir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að skömmu eftir að 25 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi ekið inn á svæðið og mætt stórum hópum soltinna íbúa. Þá hafi herinn hafið að skjóta á íbúana. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að í heildina hafi 88 íbúar á Gasa verið drepnir í árásum Ísraela það sem af er degi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. 18. júní 2025 07:34 Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19. júlí 2025 22:16 „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. 14. júlí 2025 06:34 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Þetta hefur Reuters eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher boðaði rýmingar á nokkrum svæðum í miðhluta Gasa í dag. Auk hinna 67 sem stóðu í röðinni var tilkynnt um sex mannföll í nágrenninu. Árásin er ein af mörgum, nærri daglegum, sem Ísraelsher hefur gert á óbreytta borgara í leit að aðstoð eða matarskammti. Síðast í gærmorgun voru 36 Gasabúar drepnir á leið að hjálparstöð, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu um nokkurt skeið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa létust átján úr hungri síðasta sólarhring á svæðinu. Reuters hefur eftir Ísraelsher að hermenn hafi skotið í átt að hópi fólks á norðurhluta Gasa til að fjarlægja það sem herinn kallaði „bráða ógn“. Vísbendingar væru um að færri hefðu látist en tölur heilbrigðisyfirvalda á Gasa gæfu í skyn. Þá hefur miðillinn eftir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að skömmu eftir að 25 flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi ekið inn á svæðið og mætt stórum hópum soltinna íbúa. Þá hafi herinn hafið að skjóta á íbúana. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa segja að í heildina hafi 88 íbúar á Gasa verið drepnir í árásum Ísraela það sem af er degi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. 18. júní 2025 07:34 Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19. júlí 2025 22:16 „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. 14. júlí 2025 06:34 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Tugir drepnir á meðan þau biðu eftir matarskammti Rúmlega fimmtíu Palestínubúar voru drepnir og um 200 særðir á Gasa á meðan þau biðu þess að bílum á vegum Sameinuðu þjóðanna með hjálpargögn yrðu ekið inn á Khan Younis. Það er samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa og spítala á svæðinu. 18. júní 2025 07:34
Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Síðan vopnahléi Ísraels og Hamas lauk í mars síðastliðnum hefur Ísraelsher rifið niður heilu þorpin og hverfin ýmist með sprengingum, vinnuvélum eða hvoru tveggja. Þúsundir bygginga hafa verið jafnaðar við jörðu og sumar þeirra voru lítið sem ekkert skemmdar fyrir. Þetta er brot á Genfarsáttmálanum. 19. júlí 2025 22:16
„Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Ísraelsher segir tæknileg mistök hafa valdið því að drónaárás var gerð á hóp fólks sem var að ná sér í vatn í al-Nuseirat flóttamannabúðunum á Gasa í gær. 14. júlí 2025 06:34