Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:30 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir tapið í vítakeppninni. Hún er aðeins átján ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta stórmóti. Getty/EyesWideOpen Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. Hin átján ára gamla Holmberg var send til að taka víti í vítakeppninni, þrátt fyrir að reynslumeiri leikmenn höfðu enn ekki tekið víti og stelpugreyið klúðraði síðan vítinu. Þetta vítaklúður hennar tryggði enska liðinu sigurinn og sæti í átta liða úrslitum. Holmberg hágrét eftir vítaklúðrið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Faðir Holmberg sagði að dóttir sína hafi fengið skilaboð frá Ibrahimovic eftir leikinn. „Það var sorgmædd dóttir sem ég hélt utan um klukkutíma eftir leikinn,“ sagði Ola Persson, faðir Smillu. „Hún er sterk og hefur líka fengið mikinn stuðning, frá liðinu, stuðningsmönnum, vinum og ættingjum. Hún fékk meira að segja textaskilaboð frá Zlatan í morgun,“ sagði Persson. Zlatan er átrúnaðargoð hjá Smillu og skilaboðin skiptu hana miklu máli. Zlatan sagði henni að halda ótrauð áfram, taka næsta víti og næsta á eftir því og halda áfram að trúa á sig sjálfa. „Það mikilvægasta í þessu er að vítaklúður skilgreinir ekki feril hjá neinum leikmanni. Þvert á móti, þú lærir og þroskast í svona kringumstæðum,“ sagði Persson. Zlatan er markahæsti leikmaður sænska karlalandsliðsins frá upphafi og frægasti knattspyrnumaður Svía fyrr og síðar. Hann er meðeigandi af Hammarby, liði í Stokkhólmi sem Smilla Holmberg spilar með. @Sportbladet EM 2025 í Sviss Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Hin átján ára gamla Holmberg var send til að taka víti í vítakeppninni, þrátt fyrir að reynslumeiri leikmenn höfðu enn ekki tekið víti og stelpugreyið klúðraði síðan vítinu. Þetta vítaklúður hennar tryggði enska liðinu sigurinn og sæti í átta liða úrslitum. Holmberg hágrét eftir vítaklúðrið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Faðir Holmberg sagði að dóttir sína hafi fengið skilaboð frá Ibrahimovic eftir leikinn. „Það var sorgmædd dóttir sem ég hélt utan um klukkutíma eftir leikinn,“ sagði Ola Persson, faðir Smillu. „Hún er sterk og hefur líka fengið mikinn stuðning, frá liðinu, stuðningsmönnum, vinum og ættingjum. Hún fékk meira að segja textaskilaboð frá Zlatan í morgun,“ sagði Persson. Zlatan er átrúnaðargoð hjá Smillu og skilaboðin skiptu hana miklu máli. Zlatan sagði henni að halda ótrauð áfram, taka næsta víti og næsta á eftir því og halda áfram að trúa á sig sjálfa. „Það mikilvægasta í þessu er að vítaklúður skilgreinir ekki feril hjá neinum leikmanni. Þvert á móti, þú lærir og þroskast í svona kringumstæðum,“ sagði Persson. Zlatan er markahæsti leikmaður sænska karlalandsliðsins frá upphafi og frægasti knattspyrnumaður Svía fyrr og síðar. Hann er meðeigandi af Hammarby, liði í Stokkhólmi sem Smilla Holmberg spilar með. @Sportbladet
EM 2025 í Sviss Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira