Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 15:18 Lars Lagerbäck hefur starfað sem sérfræðingur í sænsku sjónvarpi síðan að hann hætti að þjálfa. Getty/Michael Campanella Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira
Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Sjá meira