Bragason leikur Zeldu prinsessu Agnar Már Másson skrifar 18. júlí 2025 11:51 Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í leikinni mynd sem byggð er á tölvuleikjunum The Legend of Zelda. Samsett Mynd Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto, heilinn á bak við mörg helstu vörumerki Nintendo þar á meðal The Legend of Zelda, tilkynnti um aðalleikara myndarinnar í færslu á X-reikningi Nintendo á miðvikudag. Benjamin Evan Ainsworth, 16 ára breskur leikari, mun leika á móti Bo sem aðallöguhetjan Link, vitaskuld Hlekkur í íslenskri þýðingu. Miyamoto kvaðst í færslunni vera afar spenntur að sjá þau á stóra skjánum. Bo Bragason, 21, og Benjamin Evan Ainsworth, 16. Kvikmyndin kemur í bíó 7. maí, 2027, segir enn fremur í færslunni. Er þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu tölvuleikjaseríunnar sem tilraun er gerð til að færa hana yfir á stóra skjáinn. Reyndar var teiknimyndasería gerð úr þáttunum á tíunda áratugnum en hún hlaut slæmar viðtökur. Bo Bragason er fædd og uppalin í Bretlandi en er hálfíslensk, móðir hennar er bresk en faðir hennar er Íslendingur að nafni Jóhannes Hörður Bragason sem starfar sem flugvirki hjá Icelandair í Lúxemborg samkvæmt Linkedin. Jóhannes er úr Reykjavík, sonur Braga Rafns Guðmundssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og hinnar færeysku Lilian Agnete Mörk Guðlaugsson húsfreyju. Ráðning Bo og meðleikara hennar kemur aðdáendum á óvart enda eru þau bæði lítið þekkt nöfn í samanburði við þá sem voru efstir á blaði aðdáenda. Sú sem hafði verið hvað mest orðuð við hlutverk Zeldu var leikkonan Hunter Schafer, þekkt úr þáttunum Euphoria, enda þótti hún ískyggilega lík þeirri Zeldu sem spilarar fá að kynnast í tölvuleiknum The Legend of Zelda: Twilight Princess. Þá þótti Shafer einnig eftirsótt í hlutverkið þar sem hún er trans og hefði blað þar með getað verið brotið í kvikmyndasögunni. Viðbrögð aðdáenda eru misgóð, einhverjir hafa þó lýst létti yfir að minna þekktir leikarar hafi orðið fyrir valinu að því er Elle greinir frá. Bo lærði í Konunglegu leiklistarakademíunni, RADA. Hún hefur leikið í fjölda þáttaraða í heimalandinu sínu í Bretlandi og má þar nefna Renegade Nell á Disney+, en einnig þáttaraðirnar Three Girls og The Jetty sem sýndar voru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Lék hún þá einnig í hryllingsmyndunum Censor and The Radleys. En Zelda verður vafalaust stærsta hlutverkið hennar til þessa. Bo Bragason hefur ekki orðið við viðtalsbeiðni fréttastofu. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Leikjavísir Bretland Japan Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto, heilinn á bak við mörg helstu vörumerki Nintendo þar á meðal The Legend of Zelda, tilkynnti um aðalleikara myndarinnar í færslu á X-reikningi Nintendo á miðvikudag. Benjamin Evan Ainsworth, 16 ára breskur leikari, mun leika á móti Bo sem aðallöguhetjan Link, vitaskuld Hlekkur í íslenskri þýðingu. Miyamoto kvaðst í færslunni vera afar spenntur að sjá þau á stóra skjánum. Bo Bragason, 21, og Benjamin Evan Ainsworth, 16. Kvikmyndin kemur í bíó 7. maí, 2027, segir enn fremur í færslunni. Er þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu tölvuleikjaseríunnar sem tilraun er gerð til að færa hana yfir á stóra skjáinn. Reyndar var teiknimyndasería gerð úr þáttunum á tíunda áratugnum en hún hlaut slæmar viðtökur. Bo Bragason er fædd og uppalin í Bretlandi en er hálfíslensk, móðir hennar er bresk en faðir hennar er Íslendingur að nafni Jóhannes Hörður Bragason sem starfar sem flugvirki hjá Icelandair í Lúxemborg samkvæmt Linkedin. Jóhannes er úr Reykjavík, sonur Braga Rafns Guðmundssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og hinnar færeysku Lilian Agnete Mörk Guðlaugsson húsfreyju. Ráðning Bo og meðleikara hennar kemur aðdáendum á óvart enda eru þau bæði lítið þekkt nöfn í samanburði við þá sem voru efstir á blaði aðdáenda. Sú sem hafði verið hvað mest orðuð við hlutverk Zeldu var leikkonan Hunter Schafer, þekkt úr þáttunum Euphoria, enda þótti hún ískyggilega lík þeirri Zeldu sem spilarar fá að kynnast í tölvuleiknum The Legend of Zelda: Twilight Princess. Þá þótti Shafer einnig eftirsótt í hlutverkið þar sem hún er trans og hefði blað þar með getað verið brotið í kvikmyndasögunni. Viðbrögð aðdáenda eru misgóð, einhverjir hafa þó lýst létti yfir að minna þekktir leikarar hafi orðið fyrir valinu að því er Elle greinir frá. Bo lærði í Konunglegu leiklistarakademíunni, RADA. Hún hefur leikið í fjölda þáttaraða í heimalandinu sínu í Bretlandi og má þar nefna Renegade Nell á Disney+, en einnig þáttaraðirnar Three Girls og The Jetty sem sýndar voru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Lék hún þá einnig í hryllingsmyndunum Censor and The Radleys. En Zelda verður vafalaust stærsta hlutverkið hennar til þessa. Bo Bragason hefur ekki orðið við viðtalsbeiðni fréttastofu.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Leikjavísir Bretland Japan Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira