Bragason leikur Zeldu prinsessu Agnar Már Másson skrifar 18. júlí 2025 11:51 Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í leikinni mynd sem byggð er á tölvuleikjunum The Legend of Zelda. Samsett Mynd Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto, heilinn á bak við mörg helstu vörumerki Nintendo þar á meðal The Legend of Zelda, tilkynnti um aðalleikara myndarinnar í færslu á X-reikningi Nintendo á miðvikudag. Benjamin Evan Ainsworth, 16 ára breskur leikari, mun leika á móti Bo sem aðallöguhetjan Link, vitaskuld Hlekkur í íslenskri þýðingu. Miyamoto kvaðst í færslunni vera afar spenntur að sjá þau á stóra skjánum. Bo Bragason, 21, og Benjamin Evan Ainsworth, 16. Kvikmyndin kemur í bíó 7. maí, 2027, segir enn fremur í færslunni. Er þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu tölvuleikjaseríunnar sem tilraun er gerð til að færa hana yfir á stóra skjáinn. Reyndar var teiknimyndasería gerð úr þáttunum á tíunda áratugnum en hún hlaut slæmar viðtökur. Bo Bragason er fædd og uppalin í Bretlandi en er hálfíslensk, móðir hennar er bresk en faðir hennar er Íslendingur að nafni Jóhannes Hörður Bragason sem starfar sem flugvirki hjá Icelandair í Lúxemborg samkvæmt Linkedin. Jóhannes er úr Reykjavík, sonur Braga Rafns Guðmundssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og hinnar færeysku Lilian Agnete Mörk Guðlaugsson húsfreyju. Ráðning Bo og meðleikara hennar kemur aðdáendum á óvart enda eru þau bæði lítið þekkt nöfn í samanburði við þá sem voru efstir á blaði aðdáenda. Sú sem hafði verið hvað mest orðuð við hlutverk Zeldu var leikkonan Hunter Schafer, þekkt úr þáttunum Euphoria, enda þótti hún ískyggilega lík þeirri Zeldu sem spilarar fá að kynnast í tölvuleiknum The Legend of Zelda: Twilight Princess. Þá þótti Shafer einnig eftirsótt í hlutverkið þar sem hún er trans og hefði blað þar með getað verið brotið í kvikmyndasögunni. Viðbrögð aðdáenda eru misgóð, einhverjir hafa þó lýst létti yfir að minna þekktir leikarar hafi orðið fyrir valinu að því er Elle greinir frá. Bo lærði í Konunglegu leiklistarakademíunni, RADA. Hún hefur leikið í fjölda þáttaraða í heimalandinu sínu í Bretlandi og má þar nefna Renegade Nell á Disney+, en einnig þáttaraðirnar Three Girls og The Jetty sem sýndar voru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Lék hún þá einnig í hryllingsmyndunum Censor and The Radleys. En Zelda verður vafalaust stærsta hlutverkið hennar til þessa. Bo Bragason hefur ekki orðið við viðtalsbeiðni fréttastofu. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Leikjavísir Bretland Japan Mest lesið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Fleiri fréttir Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Sjá meira
Japanski tölvuleikjahönnuðurinn Shigeru Miyamoto, heilinn á bak við mörg helstu vörumerki Nintendo þar á meðal The Legend of Zelda, tilkynnti um aðalleikara myndarinnar í færslu á X-reikningi Nintendo á miðvikudag. Benjamin Evan Ainsworth, 16 ára breskur leikari, mun leika á móti Bo sem aðallöguhetjan Link, vitaskuld Hlekkur í íslenskri þýðingu. Miyamoto kvaðst í færslunni vera afar spenntur að sjá þau á stóra skjánum. Bo Bragason, 21, og Benjamin Evan Ainsworth, 16. Kvikmyndin kemur í bíó 7. maí, 2027, segir enn fremur í færslunni. Er þetta í fyrsta sinn í 40 ára sögu tölvuleikjaseríunnar sem tilraun er gerð til að færa hana yfir á stóra skjáinn. Reyndar var teiknimyndasería gerð úr þáttunum á tíunda áratugnum en hún hlaut slæmar viðtökur. Bo Bragason er fædd og uppalin í Bretlandi en er hálfíslensk, móðir hennar er bresk en faðir hennar er Íslendingur að nafni Jóhannes Hörður Bragason sem starfar sem flugvirki hjá Icelandair í Lúxemborg samkvæmt Linkedin. Jóhannes er úr Reykjavík, sonur Braga Rafns Guðmundssonar bifreiðastjóra í Reykjavík og hinnar færeysku Lilian Agnete Mörk Guðlaugsson húsfreyju. Ráðning Bo og meðleikara hennar kemur aðdáendum á óvart enda eru þau bæði lítið þekkt nöfn í samanburði við þá sem voru efstir á blaði aðdáenda. Sú sem hafði verið hvað mest orðuð við hlutverk Zeldu var leikkonan Hunter Schafer, þekkt úr þáttunum Euphoria, enda þótti hún ískyggilega lík þeirri Zeldu sem spilarar fá að kynnast í tölvuleiknum The Legend of Zelda: Twilight Princess. Þá þótti Shafer einnig eftirsótt í hlutverkið þar sem hún er trans og hefði blað þar með getað verið brotið í kvikmyndasögunni. Viðbrögð aðdáenda eru misgóð, einhverjir hafa þó lýst létti yfir að minna þekktir leikarar hafi orðið fyrir valinu að því er Elle greinir frá. Bo lærði í Konunglegu leiklistarakademíunni, RADA. Hún hefur leikið í fjölda þáttaraða í heimalandinu sínu í Bretlandi og má þar nefna Renegade Nell á Disney+, en einnig þáttaraðirnar Three Girls og The Jetty sem sýndar voru í breska ríkissjónvarpinu, BBC. Lék hún þá einnig í hryllingsmyndunum Censor and The Radleys. En Zelda verður vafalaust stærsta hlutverkið hennar til þessa. Bo Bragason hefur ekki orðið við viðtalsbeiðni fréttastofu.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Hollywood Leikjavísir Bretland Japan Mest lesið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Morð, nauðgun, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Lífið Fleiri fréttir Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Sjá meira