Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:02 Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir ekki hægt að hunsa alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Arnar Landspítalinn hefur verið á efsta viðbúnaðarstigi mánuðum saman og segir Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands ekki hægt að hunsa slíkt heldur þurfi að bregðast við. Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Til marks um ástandið þá hafi um tuttugu sjúklingar verið fastir á bráðamóttökunni að meðaltali fyrir nokkrum árum og þótti það afar hættulegt ástand. Nú séu sjúklingarnir orðnir sextíu og spyr hún hversu langt þetta eigi að ganga. Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Formenn félaganna skrifa undir yfirlýsinguna og vilja þeir að tímasett aðgerðaráætlun verði sett fram sem fyrst, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og fjármagn aukið. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins segir ástandið í heilbrigðiskerfinu fara versnandi.„Eins og kom fram í skýrslunni þá er Landspítalinn búinn að vera núna mánuðum saman á efsta viðbúnaðarstigi sem að auðvitað á að kalla á mjög skjót viðbrögð. Við erum meðal annars að benda á að það er ekki hægt að hunsa slíkt. Einhverja þýðingu hlýtur hæsta viðbúnaðarstig að hafa og ef að háskólasjúkrahúsið okkar er búið að vera á því mánuðum saman þá er það mjög ámælisvert ef að það er ekki gripið fljótt til aðgerða.“ Ein birtingarmynd ástandsins sé fjöldi sjúklinga sem séu fastir á bráðamóttökunni og komist ekki á aðrar deildir þar sem spítalinn sé yfirfullur. „Við sjáum það til dæmis ef við tökum bráðamóttökuna að það voru tuttugu að meðaltali inniliggjandi þar, það er að segja tilbúnir til innlagnar fyrir einhverjum árum, og það þótti afar hættulegt ástand og óásættanlegt. Núna erum við að heyra tölur eins og sextíu og maður hugsar hversu langt eigum við að láta þetta ganga.“ Ótækt sé að fólk sé dögum saman fast á bráðamóttökunni. „Ég er að heyra dæmi um eldra fólk sem jafnvel þarf að liggja þarna inni í tíu sólarhringa. Sem öldrunarlæknir þá veit ég að það er afskaplega heilsuspillandi og það er ekki víst að fólk nái sér eftir slíkt. Þannig við erum bara að hugsa fyrst og fremst um fólkið sem við erum að sinna og við höfum miklar áhyggjur af þessu.“ Félögin fjögur ætli að óska eftir fundi með heilbrigðisráðherra til ræða ástandið en mikilvægt sé að brugðist verði hratt við. „Við erum að eldast gríðarlega hratt sem þjóð. Því fylgir mjög mikill kostnaður í heilbrigðiskerfinu og kerfið hefur sem sagt eftir hrun í rauninni aldrei náð vopnum sínum. Við erum með mikla innviðaskuld í heilbrigðiskerfinu síðan þá og það þarf bara að gefa duglega í.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
„Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála á Íslandi við mönnunarvanda og afkastagetu heilbrigðiskerfisins hefur einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum að mati Ríkisendurskoðunar. Líta þurfi til stjórnunar í auknum mæli til þess að bæta úr mönnunar- og flæðisvanda Landspítalans. 2. júlí 2025 11:46