„Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 09:02 Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Aðsend Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32