Innlent

Þungt haldinn eftir á­rekstur á Hafnar­fjarðar­vegi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Áreksturinn varð á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í gær. Myndin er úr safni.
Áreksturinn varð á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Farþegi bifhjóls er þungt haldinn eftir árekstur hjólsins við fólksbíl. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Í gær var greint frá því að tveir hefðu verið fluttir á sjúkrahús eftir árekstur bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs. Það var um fimmleytið í gær. Þá lá alvarleiki áverkanna ekki fyrir.

Greint var frá öðrum samgönguslysum í dagbók lögreglunnar í morgun. Í sama lögregluumdæmi, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ, var greint frá því að ökumaður rafmagnshlaupahjóls hefði fallið og rotast. Hann væri grunaður um ölvun við akstur og hefði verið fluttur á slysadeild til frekari skoðunar.

Í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi, er greint frá samskonar máli. Þar var ökumaður rafmagnshlaupahjóls fyrir slysi og var fluttur á slydadeild. Sá er einnig grunaður um ölvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×