„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2025 22:48 Ásthildur Helgadóttir lék 69 A-landsleiki á sínum tíma fyrir Íslands hönd. Vísir/Ívar Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref. Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Ísland lauk leik á EM í gær eftir 4-3 tap fyrir Noregi. Allir þrír leikirnir töpuðust og það í veikasta riðli mótsins samkvæmt styrkleikaröðun FIFA. Landsliðið hefur eftir því sætt gagnrýni og einnig þjálfarinn vegna stefnuleysis og skorts á framþróun. Ásthildur Helgadóttir lék á sínum tíma 69 landsleiki fyrir Íslands hönd og kallaði sjálf eftir naflaskoðun hjá KSÍ hvað kvennafótbolta varðar fyrir tveimur árum síðan en síðan þá hefur ekkert gerst að hennar mati. „Mér finnst þróunin kannski ekki hafa verið eins og við vorum að vona. Þetta, ef ég sletti, „indentity“, eða það sem einkennir liðið, mér finnst það vanta. Góður varnarleikur, barist um hvern bolta, vinna okkar návígi. Mér finnst þetta kannski vanta.“ „Mér finnst það þurfa að sjást svolítið, hvernig viljum við spila, hver eru okkar einkenni. Mér finnst þetta kannski svolítið vanta í liðið okkar í dag.“ Fyrir liggur að forysta KSÍ mun taka stöðufund með þjálfarateymi liðsins og meta stöðu þess upp á framhaldið. Verkefnið sé þó stærra og mikilvægt sé að hafa leikmenn liðsins með í ráðum. „Ég held við þurfum að spyrja okkur þeirra spurninga hvort að við séum að dragast aftur úr. Ég hef verið hrædd um það undanfarin ár að við séum að dragast aftur úr. Við þurfum aðeins að skoða hvað hinir eru að gera í kringum okkur með fjármagn og uppbyggingu á yngri liðum og náttúrulega deildinni hérna heima.“ „Ég held að við þurfum að skoða þetta svolítið heildstætt. Setjast niður með Glódísi, sambandið setjist niður með henni og leikmönnunum eftir mótið. Ekki aðeins þjálfarateyminu. Bara taka gott samtal og skoða hvað er hægt að gera betur. Viðtalið við Ásthildi í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Ásthildur Helgadóttir um landsliðið
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira