Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 10:54 Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Vísir Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Við staðfestum þetta að það er mygla á rannsóknardeildinni hjá okkur. Þetta kom upp í vetur og við fórum í aðgerðir til að uppræta en svo kom í ljós að þetta var umfangsmeira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk í samtali við fréttastofu. Líkt og kom fram kom í ljós fyrr í vetur að mygla væri á rannsóknarstofunni en nú í vor fór starfsfólk að finna fyrir ýmis konar einkennum vegna myglunnar. Því var tekin sú ákvörðun að færa þyrfti rannsóknarstofuna á meðan viðgerðir ættu sér stað. „Það kom upp í vor, þess vegna fóru allar þessar aðgerðir í gang því sumir voru farnir að finna fyrir einkennum. Þá fórum við yfir þessi mál og teljum að við séum að taka rétt skref í áttina þar sem að fólk er farið að finna fyrir einkennum,“ segir Hildigunnur. Rannsóknarstofan verður færð á aðra hæð en leigja þarf húsnæði í miðbæ Akureyrar undir hluta af starfsmönnum skrifstofu sjúkrahússins. Formlegur flutningur rannsóknarstofunnar og starfsmanna skrifstofanna verður seinnipart sumars. „Við flytjum til skrifstofufólkið, það er einfaldast að flytja það milli hæða, bæði innanhúss og utanhúss en við þurfum aðeins að leigja húsnæði úti í bæ til þess að geta komið fyrir öllu okkar starfsfólki.“ Þörf er á einhverjum breytingum til að hægt sé að halda starfsemi rannsóknarstofunnar áfram á núverandi skrifstofuganginum en að sögn Hildigunnar verður reynt að halda breytingunum í lágmarki. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðir taki Það er allt í ferli núna og við erum í því að flytja alla starfsemi deildarinnar innanhúss, yfir á aðra hæð. Það er heljarinnar mál en við erum að gera það saman,“ segir Hildigunnur. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðrinar taki. „Okkar markmið er að reyna að hafa alla starfsemi okkar á sama svæðinu og það er það sem við erum að reyna að gera. Þessu verður hraðað eins og kostur er og fjármagn er til að standa í þessum hlutum. Þetta er dýrt og krefst bæði mannafla og skipulagningar við að ljúka þessu máli. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta tekur langan tíma.“ Framkvæmdirnar og flutningur eininganna hefur samt sem áður ekki áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Þetta hefur ekki áhrif á starfsemina og við leitumst eftir því að halda starfseminni gangandi fyrir bráðasjúkrahús líkt og Sjúkrahúsið á Akureyri er.“ Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mygla Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Við staðfestum þetta að það er mygla á rannsóknardeildinni hjá okkur. Þetta kom upp í vetur og við fórum í aðgerðir til að uppræta en svo kom í ljós að þetta var umfangsmeira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk í samtali við fréttastofu. Líkt og kom fram kom í ljós fyrr í vetur að mygla væri á rannsóknarstofunni en nú í vor fór starfsfólk að finna fyrir ýmis konar einkennum vegna myglunnar. Því var tekin sú ákvörðun að færa þyrfti rannsóknarstofuna á meðan viðgerðir ættu sér stað. „Það kom upp í vor, þess vegna fóru allar þessar aðgerðir í gang því sumir voru farnir að finna fyrir einkennum. Þá fórum við yfir þessi mál og teljum að við séum að taka rétt skref í áttina þar sem að fólk er farið að finna fyrir einkennum,“ segir Hildigunnur. Rannsóknarstofan verður færð á aðra hæð en leigja þarf húsnæði í miðbæ Akureyrar undir hluta af starfsmönnum skrifstofu sjúkrahússins. Formlegur flutningur rannsóknarstofunnar og starfsmanna skrifstofanna verður seinnipart sumars. „Við flytjum til skrifstofufólkið, það er einfaldast að flytja það milli hæða, bæði innanhúss og utanhúss en við þurfum aðeins að leigja húsnæði úti í bæ til þess að geta komið fyrir öllu okkar starfsfólki.“ Þörf er á einhverjum breytingum til að hægt sé að halda starfsemi rannsóknarstofunnar áfram á núverandi skrifstofuganginum en að sögn Hildigunnar verður reynt að halda breytingunum í lágmarki. Liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðir taki Það er allt í ferli núna og við erum í því að flytja alla starfsemi deildarinnar innanhúss, yfir á aðra hæð. Það er heljarinnar mál en við erum að gera það saman,“ segir Hildigunnur. Hins vegar liggur ekki fyrir hversu langan tíma viðgerðrinar taki. „Okkar markmið er að reyna að hafa alla starfsemi okkar á sama svæðinu og það er það sem við erum að reyna að gera. Þessu verður hraðað eins og kostur er og fjármagn er til að standa í þessum hlutum. Þetta er dýrt og krefst bæði mannafla og skipulagningar við að ljúka þessu máli. Við höfum ekki hugmynd um hvað þetta tekur langan tíma.“ Framkvæmdirnar og flutningur eininganna hefur samt sem áður ekki áhrif á starfsemi sjúkrahússins. „Þetta hefur ekki áhrif á starfsemina og við leitumst eftir því að halda starfseminni gangandi fyrir bráðasjúkrahús líkt og Sjúkrahúsið á Akureyri er.“
Sjúkrahúsið á Akureyri Akureyri Mygla Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent