„Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar hér langþráðu mark með markaskoraranum Sveindísi Jane Jonsdóttur. Markið kom eftir horn frá Karólínu og var fyrsta mark íslenska liðsins í mótinu eftir 186 mínútna bið. Getty/Maja Hitij Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira