„Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar hér langþráðu mark með markaskoraranum Sveindísi Jane Jonsdóttur. Markið kom eftir horn frá Karólínu og var fyrsta mark íslenska liðsins í mótinu eftir 186 mínútna bið. Getty/Maja Hitij Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira