„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júlí 2025 12:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stöðuna alvarlega. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira