Sex hafa ekkert spilað á EM Sindri Sverrisson skrifar 10. júlí 2025 11:02 Diljá Ýr Zomers hefur verið á varamannabekknum á EM til þessa. Hún var í flottu hlutverki hjá Íslandi í undankeppninni en meiddist í vetur. Getty/Manuel Winterberger Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Ísland lýkur keppni á EM í kvöld með leik við Noreg sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Af 23 leikmönnum Íslands hafa 17 komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Finnlandi og Sviss. Þeir leikmenn sem ekkert hafa spilað eru markverðirnir Telma Ívarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir, og útileikmennirnir Natasha Anasi, Berglind Rós Ágústsdóttir, Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers. Amanda er sú eina þeirra sem hefur áður spilað á stórmóti en hún lék síðustu tíu mínúturnar á EM í Englandi fyrir þremur árum. Diljá og Amanda höfðu báðar glímt við meiðsli mánuðina fyrir EM í Sviss og viðurkenndu í viðtölum að hafa verið óvissar um hvort þær næðu inn á mótið. Það tókst en spurningin er hvort mótið hafi samt komið aðeins of snemma fyrir þær. Þrír leikmenn hafa spilað allar 180 mínúturnar fyrir Ísland til þessa á EM. Það eru þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir. Auk þeirra þriggja hafa Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðný Árnadóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sandra María Jessen byrjað báða leikina á EM til þessa. Ljóst er að hið minnsta ein breyting verður á byrjunarliði Íslands frá 2-0 tapinu gegn Sviss á sunnudaginn því Guðný meiddist í leiknum og verður ekki með í kvöld. Hildur Antonsdóttir er laus úr banninu sem hún fékk eftir rauða spjaldið í fyrsta leik gegn Finnum.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira