Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 19:53 Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu. Vísir Heimilislæknir og sérfræðilæknir í offitu segir mörg dæmi um sjúklinga sem hiki við að fara á þyngdarstjórnunarlyf, bæði vegna dómhörku frá samfélaginu og vegna tíðra frétta um ýmsar aukaverkanir sem kunna að fylgja slíkum lyfjum. Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“ Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Erla Gerður Sveinsdóttir sérfræðilæknir ræddi um offitu, þyngdarstjórnunarlyf, og viðmót gagnvart þeim í Reykjavík síðdegis. Hún segir offitu á Íslandi vera að færast í aukana. „Við erum að þyngjast, því miður. Og sjúkdómurinn er að verða miklu alvarlegri hjá þeim sem eru með hann. En þarna geri ég greinarmun á hvort þú ert í ofþyngd eða með sjúkdóminn offitu, sem er tvennt ólíkt.“ Ýmsum aukaverkunum lýst Aðspurð segir hún mataræði Íslendinga klárlega eiga þátt í aukinni offitu. „Það er þessi gjörunni matur og hvað við erum að fara langt frá náttúrunni. Við erum að nota alls konar efni sem líkaminn þekkir ekki. Við erum að vinna þekkt efni á allt annan hátt þannig að þau senda önnur skilaboð inn í kerfið okkar. Og það sem líkaminn gerir til að bregðast við þessari ógn er að stækka fituvefinn,“ segir Erla. Þyngdarstjórnunarlyf og mögulegar aukaverkanir þeirra hafa undanfarin ár verið reglulega til umfjöllunar. Klínískur næringarfræðingur lýsti í fyrra áhyggjum af notkun lyfjanna út frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Hún sagðist þekkja dæmi um fólk sem þjáist af endalausum uppköstum og jafnvel garnalömun eftir að hafa byrjað á lyfinu. Þá fjallaði fréttastofa um þyngdarstjórnunarlyf í Kompás í fyrra og ræddi meðal annars við skurðlækni á Klíníkinni sem sagði skorta á langtímarannsóknir á lyfinu. Öryggi lyfjanna í tengslum við alvarlega fylgikvilla hafi ekki verið rannsakað til hlítar. Rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku hafa jafnframt bent til þess að fylgni kunni að vera milli notkunar þyngdarstjórnunarlyfja og sjaldgæfa augnsjúkdómsins Naion. Í Reykjavík síðdegis bendir Erla þó á að til að mynda hafi Ozempic verið á markaði í fimmtán ár, og því ekki eins nýtt og fólk vill meina. Neikvæðar fréttir og dómharka hindri Þá hafði dagblaðið Independant nýlega eftir tannlæknum að vísbendingar séu fyrir hendi um svokallaðar „Ozempic-tennur“ og „Ozempic tungu“ sem aukaverkanir slíkra lyfja. Í síðustu viku sagði Mbl.is frá því að bráð brisbólga sé algengur fylgikvilli notkunar lyfjanna. Erla segir svo ekki vera. „Brisbólga er ekki algengari hjá einstaklingum sem eru á lyfinu en [þeim sem eru það] ekki,“ segir Erla. Hún finni fyrir vinsældum æsifrétta um þyngdarstjórnunarlyf. „Þetta er lífsseigt og mikið verið að reyna að gera þetta tortryggilegt og það er líka svolítill hræðsluáróður í gangi. En þetta er alvöru verkfæri. Og það eru viðtakar fyrir þessu lyfi í mjög mörgum líffærum. Það er mjög eðlilegt að þau hafi víðtæk áhrif á líkamann, og þess vegna erum við ekki að setja þau inn nema að mjög vel athuguðu máli og fylgjumst mjög vel með virkninni.“ Erla segir klárt mál að neikvæður fréttaflutningur um þyngdarstjórnunarlyf skemmi fyrir fólki sem þjáist af offitu og þurfi raunverulega á lyfinu að halda. Hún hafi mörg slík dæmi af sínum sjúklingum. „Þeir eru hræddir við að fara á þetta lyf, allar þessar aukaverkanir, þeir eru hræddir við að vera dæmdir í samfélaginu: Er ég einn af þessum sem er bara að taka þetta að óþörfu? Þetta getur virkilega skemmt þannig að það þarf að vanda fréttaflutning af þessu.“
Þyngdarstjórnunarlyf Heilbrigðismál Heilsa Lyf Reykjavík síðdegis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira